Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Glæsilegur hópur afreksknapa Léttis í barna og unglingaflokkum sem heiðraðir voru í hófinu.
Glæsilegur hópur afreksknapa Léttis í barna og unglingaflokkum sem heiðraðir voru í hófinu.
Mynd / Hestamannafélagið Léttir
Fréttir 22. janúar 2020

Afreksknapar í flokki barna og ungmenna

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Sandra Björk Hreinsdóttir var útnefnd afreksknapi Hestamannafélagsins Léttis í barnaflokki í hófi sem efnt var til á dögunum. Í öðru sæti varð Áslaug Lóa Stefánsdóttir  og Heiða María Arnardóttir í því þriðja.
 
Allar áttu þessar stúlkur góðu gengi að fagna á liðnu ári og þótt aldur þeirra sé ekki hár eru þær nú þegar komnar með þó nokkra reynslu í keppni. Þær stóðu sig einnig allar vel á árinu 2019 og þykja miklir efnisknapar.
 
Afreksknapi Léttis í unglingaflokki er Egill Már Þórsson, Margrét Ásta Hreinsdóttir varð í öðru sæti og Auður Karen Auðbjörnsdóttir í þriðja. Öll þrjú áttu góðu gengi að fagna á liðnu ári og miklar væntingar til að framhald verði þar á. 
 
Í hófinu var einnig tilkynnt um titilinn gæðingaknapi ársins 2019 í barna- og unglingaflokkum hjá Létti en Emla Lind Ragnarsdóttir hlaut titilinn í barnaflokki og Margét Ásta Hreinsdóttir í unglingaflokki.
Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...