Unnur Jónsdóttir og Símon Bergur Sigurgeirsson kúabændur í Lundi í Lundarreykjadal
Unnur Jónsdóttir og Símon Bergur Sigurgeirsson kúabændur í Lundi í Lundarreykjadal
Mynd / Aðsend
Fréttir 11. desember 2024

Kýrnar sluppu en pyngjan ekki

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Afleiðingar rafmagnsleysis í Lundarreykjadal í febrúar urðu bændum dýrkeyptar.

Um miðjan febrúar á þessu ári varð bærinn Lundur í Lundarreykjadal rafmagnslaus, með þeim afleiðingum að um 20 klukkustundir liðu milli mjalta með tilheyrandi vanlíðan fyrir mjólkurkýrnar á bænum. Rafmagnsleysið, sem stafaði af slitnum jarðstreng, varði í sólarhring og símasambandsleysi gerði ástandið enn verra. Lýstu þau Unnur Jónsdóttir og Símon Bergur Sigurgeirsson, bændur í Lundi, því svo að kýrnar hefðu verið farnar að öskra af sársauka og þau sáu fyrir sér talsverða glímu við júgurbólgu og minni nyt.

Fjárútlát í kjölfarið

„Þetta hafði í raun minni áhrif en leit út fyrir í fyrstu,“ segir Unnur, spurð um afleiðingar rafmagnsleysisins í febrúar fyrir kýrnar. „Minna var um júgurbólgu en við vorum hrædd um þarna fyrst og við vorum ótrúlega fljót að ná nytinni upp aftur. Við fórum aftur á móti og keyptum nýja varaaflsstöð sem dugir fyrir fjósið og fleira, en varaaflið sem við höfðum reyndist ekki nægjanlegt fyrir fjósið þegar til kom í rafmagnsleysinu. Við fengum nefnilega stjórnvaldssekt fyrir að geta ekki tryggt mjaltir fyrir kýrnar. Eftir mikið óveður fyrir fáum árum var sett í lög að bændur þyrftu að eiga varaaflsstöð,“ útskýrir hún og bætir við að þeim hafi þótt ansi skítt að fá stjórnvaldssektina í ljósi þess að þau hafi reynt allt sem þau gátu til að bregðast rétt við aðstæðum.

Unnur segir sektina hafa numið á annað hundrað þúsund krónur og við það bættust svo kaupin á varaaflstöðinni, um 1,4 m.kr., sem seig verulega í fyrir hina ungu bændur. Þau Símon tóku við búinu af foreldrum Unnar um þarsíðustu áramót og hafa unnið hörðum höndum að því að búið beri sig í þungu rekstrarumhverfi. Ekki megi mikið út af bera.

„Þetta er er svo auðvitað varaaflsstöð sem við vonumst til að þurfa aldrei að nota. Mamma og pabbi hafa búið hér í fjörutíu ár og mundu ekki eftir að hafa nokkurn tímann lent í svona löngu rafmagnsleysi,“ segir Unnur enn fremur.

Skítt að fá stjórnvaldssekt

„Okkur fannst þetta skítt á sínum tíma og gagnrýndum að það hefði ekki verið neitt mál að fá varaaflsstöð að láni þarna í rafmagnsleysinu, tiltölulega stutt frá, nema bara að það fór líka allt símasamband hjá okkur þegar varð rafmagnslaust,“ heldur hún áfram.

Varaafl fyrir farsímasamband entist í klukkustund og bærinn varð þá alveg sambandslaus við umheiminn.

Unnur segist ekki hafa orðið vör við að neitt væri brugðist við og reynt að tryggja betur símasamband. „Við reyndum að koma því til skila en án árangurs. Þegar verður rafmagnslaust hefur sendirinn batterí sem endist í klukkutíma eða svo og ekkert varaafl á því. Ég veit að björgunarsveitin var í þessu tilfelli búin að bjóðast til að fara með varaaflsstöð fyrir sendinn en viðkomandi fjarskiptafyrirtækjum, Mílu og Vodafone að því að mér skilst, fannst ekki þörf á því, þetta væri ekki nógu mikilvægt. Sendirinn dó því bara þegar batteríið
var búið.“

... Þarna rofnar símtalið milli blaðamanns og Unnar
og hún segir það iðulega henda, sambandið sé lélegt. En þráðurinn er tekinn upp að nýju.

Unnur segir veturinn leggjast vel í þau Símon og innt eftir afdrifum Spennu, kálfs sem fæddist einmitt í rafmagnsleysinu í febrúar, braggast hún prýðilega. Hún var annar af tveimur kálfum sem borið var þá en hinn drapst. Í Lundi eru 34 mjólkandi kýr, um 60 kindur og móðir Unnar heldur að auki nokkur hross. Símon vinnur við búið en Unnur er umsjónarkennari í fullu starfshlutfalli og eiga þau þrjú börn, Guðrúnu Árnýju, ellefu ára, Ingu, fjögurra ára og Birgi, tveggja ára.

Metinnflutningur á koltvísýringi
Fréttir 11. desember 2024

Metinnflutningur á koltvísýringi

Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa verið flutt inn til landsins um 2.600 tonn af k...

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára
Fréttir 11. desember 2024

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára

Heildarfjöldi stangveiddra laxa árið 2024 var, skv. bráðabirgðatölum Hafrannsókn...

Kýrnar sluppu en pyngjan ekki
Fréttir 11. desember 2024

Kýrnar sluppu en pyngjan ekki

Afleiðingar rafmagnsleysis í Lundarreykjadal í febrúar urðu bændum dýrkeyptar.

Mun fleiri vilja kaupa en selja greiðslumark
Fréttir 10. desember 2024

Mun fleiri vilja kaupa en selja greiðslumark

Á innlausnarmarkaði ársins 2024 með greiðslumark í sauðfé, sem haldinn var 15. ...

Slæm staða útiræktunar grænmetis til umræðu
Fréttir 10. desember 2024

Slæm staða útiræktunar grænmetis til umræðu

Slæm staða útiræktunar grænmetis var rædd á haustfundi garðyrkjunnar sem haldinn...

Stórgripaslátrun í níu sláturhúsum
Fréttir 10. desember 2024

Stórgripaslátrun í níu sláturhúsum

Alls var 103.750 stórgripum slátrað hér á landi árið 2023. Slátrað var á níu stö...

KS innleysti Búsældarbændur
Fréttir 10. desember 2024

KS innleysti Búsældarbændur

Kaupfélag Skagfirðinga leysti til sín eignarhlut þeirra þrettán bænda sem féllus...

Umdeildur samningur þykir heldur klénn
Fréttir 10. desember 2024

Umdeildur samningur þykir heldur klénn

COP29-loftslagsráðstefnunni í Bakú í nóvember lauk eftir tveggja vikna samningaþ...