Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Folaldsmeri og afkvæmi hennar á bænum Fossi í Hrunamannahreppi. Hrossaræktarfélag hreppsins styður við félagsmenn sína með niðurgreiðslu á sýningargjöldum kynbótahrossa.
Folaldsmeri og afkvæmi hennar á bænum Fossi í Hrunamannahreppi. Hrossaræktarfélag hreppsins styður við félagsmenn sína með niðurgreiðslu á sýningargjöldum kynbótahrossa.
Mynd / Bára Másdóttir
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa fyrir félaga sína.

„Okkur finnst mjög gaman að geta gert þetta. Það er eitt af markmiðum félagsins að styðja við hrossarækt í sveitinni og okkur finnst þetta kjörin leið,“ segir Guðríður Eva Þórarinsdóttir, formaður félagsins, sem telur um sjötíu meðlimi.

Niðurgreiðslan nemur tíu þúsund krónum á hvern hest sem mætti til fullnaðardóms árið 2024. Hrossið þarf að hafa verið ræktað af og í eigu félagsmanns þegar það var sýnt.

„Skráningargjöld á kynbótasýningum hafa hækkað mjög mikið og hratt á undanförnum árum. Í sumar kostaði til dæmis 40.675 krónur að fara með hross í fullnaðardóm. Það eru ekki mörg ár síðan það var á bilinu 25–28.000 krónur, svo með þessu tekst okkur eitthvað að koma til móts við þessa hækkun. Við vonumst til þess að félagar okkar verði áfram duglegir að mæta með hross í dóm,“ segir Guðríður.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...