Fréttir / Öryggi, heilsa og umhverfi

Ekki nóg að eiga öryggisbúnað, það þarf líka að nota hann

Áður í þessum pistlum hef ég nefnt að sennilega er ég með meiri hrakfallabálkum sem til eru og því góður í það að skrifa um forvarnir.

Tískan er sögð fara í hringi, það sama á við um öryggismál

Það er orðið frekar langt síðan að fyrsti pistilinn hér í pistla­skrifum um öryggismál var skrifaður, en mér telst til að það hafi verið annaðhvort síðsumars 2013 eða þá um haustið. Sé þetta rétt munað þá hafa verið ritaðir á þessum tíma nálægt 120 pistlar um öryggis-, heilsu- og umhverfismál.

Veðurspáin er kólnandi, er allt klárt fyrir komandi vetur?

Það á ekki að koma neinum á óvart að eftir sumri kemur vetur, en það er svo merkilegt að um helmingur Íslendinga virðast alltaf vera jafn óundirbúnir fyrir fyrstu hálkumorgna og fyrsta snjóinn. Ótrúlega algengt er að sjá á fyrstu dögum kulda illa klætt fólk í skótaui sem frekar hentar á sólarströndum.

Hvernig hefurðu það, er heilsan góð?

Sennilega er ég sá penni sem síst ætti að vera að skrifa um heilsufar, óreglulegur svefn, reyki mína pípu, stunda áhættusport svo eitthvað sé nefnt. Þrátt fyrir ofantalið þá hef ég ekki verið rúmfastur nema einn dag síðastliðin tvö ár vegna veikinda.

Haustverkin í kringum ljósabúnað ökutækja

Nú er kominn sá tími árs að þeir sem ekki eru með öll ljós í lagi skera sig úr í umferðinni. Haustlægðirnar byrjaðar að vökva malarvegi með tilheyrandi drulluaustri upp á farartæki svo að ekki sést hvort ljós séu kveikt eða ekki.

Akstur með börn í skólabílum

Árlega berast margar fyrir­spurnir um öryggi barna í skóla­bílum. Ég ætla í þessum pistli að reyna að útskýra hvernig má ferja börn á sem öruggastan hátt í rútum.

Alltaf eitthvað nýtt að gera og um leið að varast

Það ætti öllum að vera fyrir löngu ljóst að störfin í íslenskum landbúnaði eru fjölbreytt, alltaf eitthvað nýtt að gera. Þetta er bara spurning um hvaða árstími er hverju sinni, en svona fjölbreyttum störfum fylgja hættur þar sem alltaf er verið að vinna ný og breytileg störf.