Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Grasrótarspjall í aðdraganda Búnaðarþings
Skoðun 20. febrúar 2020

Grasrótarspjall í aðdraganda Búnaðarþings

Höfundur: Guðrún S. Tryggvadóttir formaður Bændasamtaka Íslands - gst@bondi.is

Þessa dagana stendur yfir grasrótarspjall Bændasamtakanna í samstarfi við búnaðarsambönd víðs vegar um landið. Að baki eru fundir á Vesturlandi, í Eyjafirði og í Suður-Þingeyjarsýslu þar sem bændur hafa komið saman til skrafs og ráðagerða. Markmiðið er fyrst og fremst að setjast niður saman í litlum hópum og ræða hvað eina sem tengist landbúnaði og það sem brennur á fólki.

Þetta hafa verið vel sóttir viðburðir og góðar samræður sem hafa skapast. Það er afar ánægjulegt að fá tækifæri til að hitta bændur og ræða málin. Mig langar að nota tækifærið og þakka þeim sem hafa gefið sér tíma og um leið að hvetja þá sem hafa áhuga á að vera með svona grasrótarspjall að vera í sambandi við okkur hjá BÍ. Þegar blaðið kemur út er líklega búið að halda 10 spjallfundi í samstarfi við þrjú búnaðarsambönd og fleiri eru í farvatninu. Stefnt er að því að bjóða upp á fundi sem víðast um landið þótt það náist ekki allt fyrir Búnaðarþing sem verður sett 2. mars.

Félagskerfið er mönnum ofarlega í huga eins og gefur að skilja en tillaga um verulega breytingu á því liggur fyrir þinginu. Gera má ráð fyrir miklum umræðum um hvaða skref bændur vilji taka með það fyrir augum að efla hagsmunagæsluna. Umhverfismálin eru að sjálfsögðu rædd sem er eitt af stóru málunum og gríðarlega mikilvægt fyrir landbúnaðinn að taka metnaðarfullar ákvarðanir til framtíðar litið. Landbúnaðarstefna er líka rædd en það eru flestir sammála um mikilvægi þess að fara í heildstæða stefnumótun greinarinnar. 

Umhverfisstefna landbúnaðarins

Tillaga umhverfisnefndar um umhverfisstefnu landbúnaðarins liggur fyrir þinginu en hún er hugsuð sem leiðarljós fyrir bændur, búgreinar og landbúnaðinn í heild í umhverfismálum. Þar setur landbúnaðurinn sér metnaðarfull markmið um sjálfbæra nýtingu lands og annarra auðlinda. En einnig að bændur verði leiðandi í umræðunni um umhverfismál og hvernig landbúnaðurinn geti tekist á við loftslagsvána á sínum vettvangi. Lengi hefur verið rætt um mikilvægi þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, bæta nýtingu og auka kolefnisbindingu. Búgreinarnar eru margar búnar að láta vinna skýrslur um stöðu greinarinnar og reiknivélar eru í mörgum tilfellum til. Nú erum við komin að þeim tímamótum að vilja og þurfa að láta verkin tala því það er ekki eftir neinu að bíða.

Stefnumótun er nauðsyn

Stefnumótun í landbúnaði er nauðsynleg til framtíðar litið. Hana þarf að vinna í nánu samstarfi við stjórnvöld og með aðkomu hagaðila til að fá sem breiðasta sýn. Við þurfum líka að ná um hana sem mestri sátt. Endurskoðunarnefnd búvörusamninga fékk KPMG til að vinna sviðsmyndagreiningu í landbúnaði til að greina stöðu landbúnaðarins. Í framhaldi af þeirri vinnu lögðu þeir til aðgerðir í ljósi sviðsmynda en þar kemur skýrt fram mikilvægi þess að farið verði í stefnumörkunarvinnu. Það þarf að skilgreina nánar hlutverk landbúnaðarins í þjóðfélaginu og jafnframt hvaða leiðir verði farnar til að sinna því hlutverki. Einnig er fjallað um mikilvægi menntunar fyrir bændur framtíðarinnar og að landbúnaðarnám verði eflt sem og nýsköpun og vöruþróun í takti við breytta tíma. Þessi vinna leggur góðan grunn að stefnumótuninni.

Einföldun félagskerfis bænda

Tillaga félagskerfisnefndar til Búnaðarþings leggur til miklar breytingar á félagskerfinu. Þar er félagskerfisuppbygging Dana höfð til fyrirmyndar. Nefndin hefur kynnt hugmyndir sínar fyrir stjórnum aðildarfélaga og félagsmönnum hjá þeim aðildarfélögum sem þess óskuðu. Þetta er skiljanlega talsvert að setja sig inn í og við viljum endilega hvetja þá sem vilja frekari upplýsingar að hafa samband við nefndina. Einnig er fjallað um málið í hlaðvarpi sem áhugamenn um landbúnað í Eyjafirði halda úti en þar fer Baldur Helgi Benjamínsson yfir tillögu nefndarinnar. Við stöndum á tímamótum þar sem við þurfum að taka ákvarðanir um hvernig við ætlum að byggja samtök bænda upp til frambúðar. Ekki að það verði ákveðið í eitt skipti fyrir öll heldur tekin skref. Það er síðan eðlilegt að við vegum og metum hvernig til hefur tekist og breytum svo því sem betur má fara.

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum
Skoðun 1. ágúst 2023

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, ranns...

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu
Skoðun 8. júní 2023

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu

Við lifum á óstöðugustu og hættulegustu tímum síðan síðari heimsstyrjöldinni lau...