Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Takk fyrir matinn
Lesendarýni 20. apríl 2020

Takk fyrir matinn

Höfundur: Halla Signý Kristjánsdóttir

Fyrr í vetur fékk ég til mín gesti frá Bandaríkjunum. Bar ég fram það fínasta úr búrinu á borðin og kynnti fyrir þeim íslenskan mat. Þar mátti finna skyr, osta, lax og lamb. Áður en sest var að snæðingi fóru þau með sína borðbæn: „God bless the food.“ Já, já, ég hnikaði höfði kurteislega til samþykkis, sinn er hver siðurinn og allt það.

Núna síðustu vikur hef ég verið að hugsa um þennan sið sem líklega er til á öllum tungumálum og í öllum trúarbrögðum. ´Guð laun fyrir matinn‘, var sagt og var þá verið að vísa til þess að ekki er það sjálfsagt að eiga til hnífs og skeiðar og auðvitað ætti maður að drjúpa höfði í auðmýkt að geta borið næringu á borð fyrir sig og sína.

Okkar öryggi

Stefna um fæðu- og matvælaöryggi á Íslandi er liður í stefnu í almannavarna- og öryggismálum sem er hluti af þjóðaröryggisstefnu sem samþykkt var á Alþingi 2016. Í stefnu fyrir árin 2015-2017 segir að matvælaöryggi felist í aðgangi að nægum, öruggum og næringarríkum matvælum. Settar eru fram aðgerðir og verkefni til að tryggja að til sé áætlun um að nægar birgðir séu til af heilnæmum mat og ómenguðu neysluvatni í að minnsta kosti sex mánuði og áætlun um heilnæmi og gæði matvæla til vernda heilsu fólks. Meðal tilgreinda verkefna til að ná markmiðunum er að að setja þyrfti lög um matvælageymslur, dreifingu matar, orku og eftirlit, gera þyrfti viðbragðsáætlun við matvælaskorti í samráði við helstu birgja og gera neyðaráætlun um hagvarnir, birgðir og neyðarflutninga til og frá landinu.

Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi í sl. viku um uppfærslu á stefnu í almannavarna- og öryggismálum kemur fram að unnið sé að stefnumótun varðandi fæðuöryggi samhliða mótun matvælastefnu fyrir Ísland. Þá hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið með samningi sem undirritaður var í febrúar 2020 falið Landbúnaðarháskóla Íslands að vinna greiningu á fæðuöryggi. En sumt getum við sagt okkur sjálf.

Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir

Þeir tímar sem við lifum á núna minna okkur á hversu mikilvægt það er að tryggja fæðuöryggið í landinu, þó ekki væri nema vegna legu landsins. Farsælasta leiðin til þess er að framleiða næg matvæli innanlands, svo við verðum að mestu leyti sjálfum okkur nóg um matvæli. Innlend matvælaframleiðsla á að geta fullnægt frumþörfum okkar, þó hún muni seint geta uppfyllt alla þá fjölbreytni sem við viljum búa við hér á landi. Engu að síður er það ljóst að við getum spýtt verulega í til að tryggja að neytendur hafi ávallt aðgang að góðum og heilnæmum matvælum.

Framsóknarflokkurinn hefur ávallt verið óhræddur við að benda á það augljósa, að það þurfi að styðja og vernda íslenska landbúnaðinn. Með því að styðja við íslenska landbúnaðarframleiðslu tryggjum við ekki aðeins fæðuöryggi, heldur verndum við einnig störf fólks og tryggjum fjölbreytni atvinnulífsins. Við viljum geta boðið upp á hágæðavöru sem framleidd er við bestu mögulegu aðstæður á sama tíma og við sköpum störf fyrir fólkið í landinu. Það gleymist nefnilega oft að þúsundir einstaklinga starfa við matvælaframleiðslu hér á landi. Þetta fólk borgar hér skatta og skyldur sem og fyrirtækin sem stunda sína framleiðslu. Með því að efla íslenskan landbúnað er hægt að draga úr niðursveiflunni í hagkerfinu og um leið tryggja fæðu- og matvælaöryggi í landinu.

Halla Signý Kristjánsdóttir
alþingismaður

Ósonlagið er klárt, hvað næst?
Lesendarýni 23. apríl 2024

Ósonlagið er klárt, hvað næst?

Dóttir mín kom heim um daginn og hafði verulegar áhyggjur. Jörðin væri víst að e...

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?
Lesendarýni 17. apríl 2024

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?

Hvaða máli skiptir embætti forseta Íslands fyrir bændur? Þessa spurningu fékk ég...

Beinin í garðinum
Lesendarýni 10. apríl 2024

Beinin í garðinum

Kirkjugarðar, sérstaklega gamlir kirkjugarðar, eru áhugaverðir staðir. Við leggj...

Merk starfsemi við Bodenvatn
Lesendarýni 5. apríl 2024

Merk starfsemi við Bodenvatn

Í vestanverðu Bodenvatni á landamærum Sviss, Þýskalands og Austurríkis er eyja m...

Við og sauðkindin
Lesendarýni 28. mars 2024

Við og sauðkindin

Sauðkindin hefur verið hluti af menningu okkar og gaf okkur margt af því sem þur...

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“
Lesendarýni 27. mars 2024

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“

Þannig mæltist Camillu Cavendish, dálkahöfundi Financial Times (FT), þann 24. fe...

Landbúnaðarandúð
Lesendarýni 26. mars 2024

Landbúnaðarandúð

Fjölþátta ógnir steðja að íslenskri matvælaframleiðslu sem þó koma flestar úr sö...

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting
Lesendarýni 25. mars 2024

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting

Eins langt aftur og Íslandssagan nær hefur landnýting og búskapur verið órofa he...