Stórgripaslátrun í níu sláturhúsum
Fréttir 10. desember 2024

Stórgripaslátrun í níu sláturhúsum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Alls var 103.750 stórgripum slátrað hér á landi árið 2023. Slátrað var á níu stöðum.

Nautgripir, hross og svín teljast til stórgripa við slátrun. Níu sláturhús framkvæmdu stórgripaslátrun árið 2023 samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun.

Mest var slátrað af svínum, eða 72.404 gripum, sem eru tæplega 70 prósent af allri stórgripaslátrun landsins. Langmest var slátrað hjá Stjörnugrís, eða 54.876 gripum. Það gerir tæplega 53 prósent af allri stórgripaslátrun landsins en aðeins svínum er slátrað hjá fyrirtækinu. Rúm 8.600 svínum var slátrað í sláturhúsi Kjarnafæði Norðlenska á Akureyri og tæplega 4.000 á SS á Selfossi.

Þá var 23.169 nautgripum slátrað í átta sláturhúsum, mest hjá SS á Selfossi, eða um 6.600 gripum, tæplega 6.000 á Sláturhúsinu á Hellu og ríflega 5.000 hjá Kjarnafæði Norðlenska á Akureyri. Rúmlega 2.200 nautgripum var slátrað á Sauðárkróki, um 1.600 á Blönduósi og um 1.500 hjá B. Jensen í Hörgársveit. Minna en 100 gripum var slátrað í Borgarnesi og á Vopnafirði.

Tæplega 8.200 hrossum var slátrað árið 2023, langmest hjá SS á Selfossi, eða ríflega 3.700 gripum sem eru um 45,5 prósent af heildinni. Um 2.000 gripir fóru í gegnum sláturhús Kjarnafæði Norðlenska / SAH afurða á Blönduósi og ríflega 1.300 hrossa var slátrað á Sauðárkróki.

Aðeins þrjú sláturhús slátra öllum gerðum stórgripa. SS á Selfossi slátraði 13,82% af öllum stórgripum landsins, 14.335 talsins, og slátruðu mest allra sláturhúsa af nautum og hrossum. Sláturhús Kjarnafæði Norðlenska á Akureyri slátraði 13,36% allra stórgripa, mest af svínum en lítið af hrossum. Sláturhús B. Jensen á Akureyri slátraði 6,31% af öllum stórgripum landsins.

Skylt efni: stórgripaslátrun

Metinnflutningur á koltvísýringi
Fréttir 11. desember 2024

Metinnflutningur á koltvísýringi

Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa verið flutt inn til landsins um 2.600 tonn af k...

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára
Fréttir 11. desember 2024

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára

Heildarfjöldi stangveiddra laxa árið 2024 var, skv. bráðabirgðatölum Hafrannsókn...

Kýrnar sluppu en pyngjan ekki
Fréttir 11. desember 2024

Kýrnar sluppu en pyngjan ekki

Afleiðingar rafmagnsleysis í Lundarreykjadal í febrúar urðu bændum dýrkeyptar.

Mun fleiri vilja kaupa en selja greiðslumark
Fréttir 10. desember 2024

Mun fleiri vilja kaupa en selja greiðslumark

Á innlausnarmarkaði ársins 2024 með greiðslumark í sauðfé, sem haldinn var 15. ...

Slæm staða útiræktunar grænmetis til umræðu
Fréttir 10. desember 2024

Slæm staða útiræktunar grænmetis til umræðu

Slæm staða útiræktunar grænmetis var rædd á haustfundi garðyrkjunnar sem haldinn...

Stórgripaslátrun í níu sláturhúsum
Fréttir 10. desember 2024

Stórgripaslátrun í níu sláturhúsum

Alls var 103.750 stórgripum slátrað hér á landi árið 2023. Slátrað var á níu stö...

KS innleysti Búsældarbændur
Fréttir 10. desember 2024

KS innleysti Búsældarbændur

Kaupfélag Skagfirðinga leysti til sín eignarhlut þeirra þrettán bænda sem féllus...

Umdeildur samningur þykir heldur klénn
Fréttir 10. desember 2024

Umdeildur samningur þykir heldur klénn

COP29-loftslagsráðstefnunni í Bakú í nóvember lauk eftir tveggja vikna samningaþ...