Stórglæsileg kúasýning í Ölfushöll 5. september árið 2000
„Um þúsund áhugasamir áhorfundur fögnuðu þegar kýrin Skrá frá Hæli II í Gnúpverjahreppi var útnefnd Kýr sýningarinnar Kýr 2000,“ segir í forsíðufrétt Bændablaðsins 5. september árið 2000.
Útnefningin var lokapunktur á frábærri sýningu sem Búnaðarsamband Suðurlands stóð fyrir ásamt Félagi kúabænda á Suðurlandi. Haft er eftir Þórólfi Sveinssyni, þáverandi formanni LK, að sýning af þessu tagi hafi margþættan tilgang. „Hún eflir fagmetnað þeirra sem rækta kýr og leggur grunninn að ákveðinni sjálfsvirðingu. Þeir sem ekki sjá kýr daglega fá hér gott tækifæri til að sjá hvernig úrvals kýr og kálfar líta út,“ sagði Þórólfur.