Myndbrot

Myndbrot 24. maí 2022

Beint frá býli

Kynningarmyndband um bændur í félaginu Beint frá býli.

Myndbrot 23. mars 2022

Spjallað við bændur - Fagridalur í Mýrdal

Rætt við Jónas Erlendsson og Ragnhildi Jónsdóttur bændur í Fagradal um búskapinn.

Myndbrot 9. febrúar 2022

Geitakembing og vinnsla

Kennslumyndband Geitfjárræktarfélags Íslands um kembingu geita og vinnslu á fiðu.

Myndbrot 11. janúar 2022

Fundur um riðu í geitum og riðurannsóknir

Fjarfundur um riðu í geitum og riðurannsóknir í íslenskum geitum, frá 8. janúar 2022.

Myndbrot 3. nóvember 2021

Alíslensk baðtunna

Skógarafurðir hafa unnið nýja vörulínu hjá sér. Það er BAÐTUNNA unnin úr íslensku timbri. Mjög vinsælt víða um heim og nú er loksins komin alíslensk tunna á markað.

Myndbrot 20. september 2021

Áherslumál Bændasamtaka Íslands fyrir alþingiskosningar 2021

Myndband frá Bændasamtökum Íslands um áherslur þeirra í aðdraganda alþingiskosninga 2021.

Myndbrot 8. september 2021

Grásteinsheiði - Gjöfult sambýli lúpínu og birkis

Fræðslumyndband frá Skógræktinni. Grásteinsheiði og Grjótháls liggja suður og upp frá Húsavík í 200-300 m hæð. Landið er illa rofið eftir aldalanga ofbeit, rofabörð eru virk og gróður eyðist. Engin gróðurframvinda er á melunum þrátt fyrir 30 ára beitarfriðun.

Myndbrot 15. júní 2021

Kolefnisbinding í Kjarri - Asparskógrækt og kolefnisbinding

Rætt við Helgu Rögnu Pálsdóttur, bónda í Gróðrastöðinni Kjarri í Ölfusi, um kolefnisbindingu og tækifæri í skógrækt.

Myndbrot 9. mars 2021

Náttúrulega hreint - lambahryggur og -læri í hátíðarbúningi

Snædís Jónsdóttir landsliðskokkur og matreiðslumeistari eldar lambakjöt með góðum gestum. Gestur þáttarins að þessu sinni er Ólöf Ólafsdóttir kondidor nemi en saman ætla þær Snædís að elda hátíðarsteik og baka red velvet köku í hátíðarbúningi.

Myndbrot 27. nóvember 2020

Þakkargjörðar lambabógur

Bein útsending á vegum Íslensks lambakjöts þar sem Snædís Xyza Mae Ocampo landsliðskokkur og matreiðslumeistari fær til sín fjölskylduvin sinn og stórsöngvarann Matta Matt, en saman ætla þau að matreiða þakkargjörðar-lambabóg.

Myndbrot 29. apríl 2019

Öruggur matur

Ísland er í einstakri stöðu þegar kemur að matvælaöryggi og gæðum í landbúnaði. Tíðni dýrasjúkdóma er mun lægri hér en víðast annars staðar, sýklalyfjaónæmi er enn sem komið er ekki útbreitt vandamál hérlendis og gæði fæðunnar okkar er munaður sem við eigum að standa vörð um. Tíðni matarsýkinga á Íslandi er lág í alþjóðlegum samanburði. Reglur um innflutning matvæla eiga alltaf að setja matvælaöryggi í fyrsta sæti. Það er ekki allt í lagi, þótt það sé hægt. Myndband framleitt af Hóp um örugg matvæli. Sjá: www.oruggurmatur.is

Myndbrot 25. janúar 2019

Til Sjávar og sveita - viðskiptahraðall

Icelandic Startups standa fyrir viðskiptahraðlinum "Til sjávar og sveita" frá 28. mars til 23. maí 2019. Markmiðið er að leita að nýjum lausnum sem stuðla að sjálfbærri verðmætasköpun í landbúnaði og sjávarútvegi. Umsóknarfrestur í viðskiptahraðalinn er 21. febrúar. "Til sjávar og sveita" er unnið í samstarfi við Íslenska Sjávarklasann og með stuðningi IKEA á Íslandi, Matarauðs Íslands, HB Granda og Landbúnaðarklasans. Í gegnum þessa bakhjarla fá þátttakendur aðgang að tengslaneti og fagþekkingu sem á engan sinn líka á Íslandi. Til sjávar og sveita á að vera uppspretta nýrra vara og þjónusta og varpa ljósi á tækifærin sem felast í sjálfbærri nýtingu auðlinda á Íslandi. Nánari upplýsingar á www.tilsjavarogsveita.is

Myndbrot 27. desember 2018

Lamb & þjóð - 5. þáttur

Bændablaðið og Markaðsráð kindakjöts sýna fimm stutta vefþætti um sauðfjárframleiðsluna. „Lamb og þjóð“ fjallar um kindakjöt frá ýmsum hliðum, allt frá frumframleiðandanum og á disk neytenda. Í fimmta þætti er rætt við ráðherra landbúnaðarmála og framkvæmdastjóra Landssamtaka sauðfjárbænda. Samantekt af fyrri þáttum. Markmiðið með gerð þáttanna er að fá heildstæða mynd af fjölbreyttu vöruúrvali í lambi og draga fram sjónarmið aðila á ólíkum stöðum í framleiðslukeðjunni ásamt öðrum viðhorfum. Meðal annars er fjallað um vöruþróun og markaðsmál, áherslur bænda, neytenda, verslunar og veitingamanna og kjötiðnaðarins. Framleiðsla þáttanna er á hendi Harðar Þórhallssonar og Þorsteins Roy Jóhannssonar hjá kvikmyndafyrirtækinu Beit ehf.

Myndbrot 17. desember 2018

Lamb & þjóð - 4. þáttur

Bændablaðið og Markaðsráð kindakjöts sýna fimm stutta vefþætti um sauðfjárframleiðsluna. „Lamb og þjóð“ fjallar um kindakjöt frá ýmsum hliðum, allt frá frumframleiðandanum og á disk neytenda. Í fjórða þætti er kastljósinu beint að markaðssetningu íslenska lambakjötsins. Rætt er við aðila sem selja og framreiða lambakjötið, m.a. í sérvöruverslun og á veitingastöðum. Markmiðið með gerð þáttanna er að fá heildstæða mynd af fjölbreyttu vöruúrvali í lambi og draga fram sjónarmið aðila á ólíkum stöðum í framleiðslukeðjunni ásamt öðrum viðhorfum. Meðal annars er fjallað um vöruþróun og markaðsmál, áherslur bænda, neytenda, verslunar og veitingamanna og kjötiðnaðarins. Framleiðsla þáttanna er á hendi Harðar Þórhallssonar og Þorsteins Roy Jóhannssonar.

Myndbrot 29. maí 2018

Matarstefna Hótel Sögu

Stutt kynningarmyndband þar sem Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segir frá matarstefnu Hótel Sögu. Bændasamtökin, sem eigandi hótelsins, leggja mikið upp úr upprunamerkingum á mat sem boðið er upp á í Bændahöllinni.

Myndbrot 18. apríl 2018

Lamb & þjóð - 3. þáttur

Bændablaðið og Markaðsráð kindakjöts sýna fimm stutta vefþætti um sauðfjárframleiðsluna. „Lamb og þjóð“ fjallar um kindakjöt frá ýmsum hliðum, allt frá frumframleiðandanum og á disk neytenda. Í þriðja þætti er rætt við þá aðila sem selja og framreiða lambakjötið, m.a. í verslunum og í veitingageiranum. Markmiðið með gerð þáttanna er að fá heildstæða mynd af fjölbreyttu vöruúrvali í lambi og draga fram sjónarmið aðila á ólíkum stöðum í framleiðslukeðjunni ásamt öðrum viðhorfum. Meðal annars er fjallað um vöruþróun og markaðsmál, áherslur bænda, neytenda, verslunar og veitingamanna og kjötiðnaðarins. Framleiðsla þáttanna er á hendi Harðar Þórhallssonar og Þorsteins Roy Jóhannssonar.

Myndbrot 3. mars 2018

Lamb og þjóð - 2. þáttur

Bændablaðið og Markaðsráð kindakjöts sýna fjóra stutta vefþætti um sauðfjárframleiðsluna. „Lamb og þjóð“ fjallar um kindakjöt frá ýmsum hliðum, allt frá frumframleiðandanum og á disk neytenda. Markmiðið með gerð þáttanna er að fá heildstæða mynd af fjölbreyttu vöruúrvali í lambi og draga fram sjónarmið aðila á ólíkum stöðum í framleiðslukeðjunni ásamt öðrum viðhorfum. Meðal annars er fjallað um vöruþróun og markaðsmál, áherslur bænda, neytenda, verslunar og veitingamanna og kjötiðnaðarins. Framleiðsla þáttanna er á hendi Harðar Þórhallssonar og Þorsteins Roy Jóhannssonar. Í öðrum þætti eru fjallað um afurðastöðvarnar og hlutverk þeirra. Rætt er við fulltrúa þeirra sem segja m.a. frá vöruþróun og markaðssetningu.

Myndbrot 19. febrúar 2018

Lamb og þjóð - 1. þáttur

Bændablaðið og Markaðsráð kindakjöts sýna fjóra stutta vefþætti um sauðfjárframleiðsluna. „Lamb og þjóð“ fjallar um kindakjöt frá ýmsum hliðum, allt frá frumframleiðandanum og á disk neytenda. Markmiðið með gerð þáttanna er að fá heildstæða mynd af fjölbreyttu vöruúrvali í lambi og draga fram sjónarmið aðila á ólíkum stöðum í framleiðslukeðjunni ásamt öðrum viðhorfum. Meðal annars er fjallað um vöruþróun og markaðsmál, áherslur bænda, neytenda, verslunar og veitingamanna og kjötiðnaðarins. Framleiðsla þáttanna er á hendi Harðar Þórhallssonar og Þorsteins Roy Jóhannssonar. Í fyrsta þætti er rætt við Oddnýju Steinu Valsdóttur, formann Landssamtaka sauðfjárbænda, og Dominique Plédel Jónsson sem er formaður Slow Food á Íslandi ásamt því að sitja í stjórn Neytendasamtakanna.

Myndbrot 12. janúar 2018

Lambakjöt er verðmæt vara - Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA

Upptaka af bændafundi sem haldinn var á Hellu laugardaginn 6. janúar 2018. Fundarefnið var markaðssetning á lambakjöti og fjölbreytt tækifæri sem bíða íslensks landbúnaðar handan við hornið. Erindi Þórarins Ævarssonar hjá IKEA, „Er glasið hálffullt eða hálftómt?“ Upptaka og klipping: Beit.

Myndbrot 12. janúar 2018

Lambakjöt er verðmæt vara - Svavar Halldórsson, Icelandic Lamb

Upptaka af bændafundi sem haldinn var á Hellu laugardaginn 6. janúar 2018. Fundarefnið var markaðssetning á lambakjöti og fjölbreytt tækifæri sem bíða íslensks landbúnaðar handan við hornið. Erindi Svavars Halldórssonar, framkvæmdastjóra Icelandic Lamb, „Lambakjöt og ferðamenn“. Upptaka og klipping: Beit.

Myndbrot 12. janúar 2018

Lambakjöt er verðmæt vara - Jón Örn Stefánsson, framkvæmdastjóri Kjötkompanís

Upptaka af bændafundi sem haldinn var á Hellu laugardaginn 6. janúar 2018. Fundarefnið var markaðssetning á lambakjöti og fjölbreytt tækifæri sem bíða íslensks landbúnaðar handan við hornið. Erindi Jóns Arnar Stefánssonar hjá Kjötkompaníi, „Framtíðarsýn, kjötviðskipti og nýjungar.“ Upptaka og klipping: Beit.

Myndbrot 12. janúar 2018

Lambakjöt er verðmæt vara - Ávarp Oddnýjar Steinu Valsdóttur, formanns LS

Upptaka af bændafundi sem haldinn var á Hellu laugardaginn 6. janúar 2018. Fundarefnið var markaðssetning á lambakjöti og fjölbreytt tækifæri sem bíða íslensks landbúnaðar handan við hornið. Ávarp Oddnýjar Steinu Valsdóttur, formanns Landssamtaka sauðfjárbænda, í byrjun fundar. Upptökur: Beit.

Myndbrot 28. september 2017

Spjallað við bændur - 12. þáttur - Friðheimar í Bláskógabyggð

Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir reka stórglæsilegt býli í Friðheimum í Bláskógabyggð þar sem þau hafa tvinnað saman garðyrkju og ferðaþjónustu.

Myndbrot 29. ágúst 2017

Spjallað við bændur - 11. þáttur - Smyrlabjörg í Suðursveit

Árið 1990 byrjuðu Laufey Helgadóttir og Sigurbjörn Karlsson með ferðaþjónustu á Smyrlabjörgum í Hornafirði. Þau hafa stækkað jafnt og þétt og reka nú stórt sveitahótel auk þess að stunda sauðfjárbúskap.