Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Aukinn lofthiti mun hafa gríðarleg áhrif á uppgræðslu landsins
Líf&Starf 4. nóvember 2016

Aukinn lofthiti mun hafa gríðarleg áhrif á uppgræðslu landsins

Höfundur: Vilmundur Hansen

Árni Bragason, doktor í jurtakynbótum, tók við stöðu landgræðslustjóra 1. maí síðastliðinn. Árni var áður forstjóri NordGen - Norrænu erfðaauðlindastofnunarinnar. Hann segir Landgræðsluna þurfa að búa sig undir loftslagsbreytingar og aukna akuryrkju í framtíðinni.

„Ég tók formlega við stöðunni í júlí síðastliðinn en fyrir þann tíma hafði ég verið forstjóri NordGen, eða Norrænu erfðaauðlindastofnunarinnar. Starfið hjá NordGen var afskaplega spennandi en eins og mörg samnorræn störf var það tímabundið til átta ára. Ég var búinn að vera hjá NordGen í fimm og hálft ár og hikaði því ekki við að sækja um stöðu landgræðslustjóra þegar hún var auglýst laus til umsóknar.“

Landgræðsla og akuryrkja

„Eitt af því sem mig langar að gera sem landgræðslustjóri er að auka vitund fólks á fæðuöryggi og á því að við verðum að fara að búa okkur undir þær hraðfara breytingar sem eru í vændum vegna breytinga á veðurfari og hlýnunar loftslagsins. Landbúnaður er þannig grein að það tekur einn til tvo áratugi að breyta kerfinu og því nauðsynlegt að fara að huga að þessum málum strax.

Ég sé fyrir mér að Landgræðslan sinni áfram sínu hlutverki við að græða landið en að hún leggi einnig sitt af mörkum til að styðja við auka akuryrkju í landinu og sé jafnvel leiðandi á því sviði.

Allar spár og loftslagsmódel benda til að lofthiti hækki um að minnsta kosti tvær gráður hér á landi næstu áratugina og þar af leiðandi verður hægt að auka kornrækt gríðarlega í framtíðinni. Víða þar sem áður voru sandar eru tún í dag og þar verða kornakrar í framtíðinni.

Ég vil að möguleikinn á kornrækt verði tekinn inn í myndina þegar við skipuleggjum landgræðslu í framtíðinni og tryggjum að akuryrkja sé eitt af markmiðum uppgræðslunnar. Ég vil líka ýta undir að menn fari að ræða þessi mál innan greinarinnar og skoða þetta sem valkost.

Hækki lofthitinn, eins og spár gera ráð fyrir, verða til aðstæður sem gera okkur kleift að nota allt aðrar plöntur til uppgræðslu en notaðar eru í dag. Fyrir vikið ætti uppgræðslan að verða okkur auðveldari en við verðum líka að vera tilbúin að takast á við verkefnið á nýjan hátt. Þegar ég segi aðrar plöntur á ég ekki við erlendar plöntur heldur önnur afbrigði og tegundir gróðurs og ég sé líka fyrir mér uppgræðslu með það að markmiði að auka akuryrkjuland.

Hlýnuninni mun einnig fylgja nýir plöntusjúkdómar og plágur sem við þurfum að fást við og því er líka nauðsynlegt að vera undirbúin undir það og önnur vandamál koma til með að fylgja auknum hlýindum.“

Umræða af þessu tagi er komin vel á veg víða á Norðurlöndunum og ekki seinna vænna að við förum að tala um þessi mál af alvöru hér á landi.“

Árni segir að þrátt fyrir nauðsyn þess að að taka upp umræðu um framtíð landgræðslunnar í landinu séu brýnustu verkefni stofnunarinnar í dag svipuð því og þau hafa verið. „Endurheimta landgæði og hafa tiltækt það efni sem þarf til uppgræðslu eins og fræ.“

Landgræðslan og bændur

Að sögn Árna er langstærstur hluti bænda í landinu að gera mjög góða hluti þegar kemur að landbótum og uppgræðslu lands.

„Ég tel að 90% bænda séu að gera góða hluti og með þeim vil ég vinna en ég hef lítinn áhuga á að ganga á eftir eða sýna þeim 10% sem hafa ekki áhuga á landbótum einhvers konar meðvirkni. Ég hef áhuga á samvinnu við þennan stóra meirihluta, því með þeim komum við til með að ná árangri en ekki með því að eyða öllum tímanum í að púkka undir einhverja fáeina skussa.“

Ráðstefna um beitarmál

„Í haust stóðu Landgræðslan og NordGen sameiginlega að ráðstefnu hér á landi um beitarmál. Fyrir mig var aðkoman að ráðstefnunni afskaplega skemmtileg því sem forstjóri NordGen fékk ég Landgræðsluna til að standa með okkur að henni en svo setti ég hana sem landgræðslustjóri.“

Með doktorsgráðu í jurtakynbótum

Árni er menntaður líffræðingur og með doktorsgráðu í jurtakynbótum frá Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn. Doktorsritgerð Árna fjallar um kynbætur á byggi og hann starfaði við kynbætur á því hjá Rannsóknarmiðstöð landbúnaðarins frá 1983 til 1987. Þegar ég hóf störf hjá Rala var Þorsteinn Tómasson að taka við sem forstjóri stofnunarinnar og ég tók við af honum sem sérfræðingur í jurtakynbótum og frærækt þrátt fyrir að hafa ekki lokið við doktorsritgerðina.

„Á þeim tíma var ég blankur námsmaður með fjölskyldu og skuldir og hætti hjá Rala þegar ég fékk betur launað starf hjá Sambandinu sem fólst í því að setja saman fóður og við það starfaði ég í fjögur ár. Mér líkað sú vinna vel og gaman að vera í tengslum við bændur.

Næst sótti ég um sem forstöðumaður á Rannsóknarstöð skógræktarinnar á Mógilsá sem var reyndar í mikilli krísu á þeim tíma. Allir starfsmennirnir höfðu sagt upp störfum en ég var þar í sjö ár og byggði upp.“

Eftir það var Árni forstjóri Náttúruverndar ríkisins þar til hún var sameinuð Hollustuvernd ríkisins og úr varð Umhverfisstofnun. Árni segir að hann sem embættismaður hafi þurft að koma að málum varðandi Kárahnjúkavirkjun og verndun Þjósárvera sem ekki hafi verið vinsælar innan stjórnsýslunnar. „Lögin um mat á umhverfisáhrifum voru svo kolvitlaus að mínu mati og einstök að því leyti að í þeim var ætlast til þess að embættismenn tækju pólitískar ákvarðanir.“

Árni segir að eftir það hafi hann ákveðið að hætta að vinna hjá ríkinu og hætta öllum stjórnunarstörfum. „Ég starfaði um tíma á verkfræðistofu, meðal annars að umhverfismati og sem ráðgjafi.“

Forstjóri NordGen

Árið 2010 var Árni beðinn um að taka við stjórn NordGen tímabundið. Hann tók því og flutti til Svíþjóðar ásamt fjölskyldu sinni. „NordGen var í krísu á þeim tíma líkt og Mógilsá á sínum tíma. Forstjóranum hafði verið sagt upp vegna þess að fjármálin voru í ólestri og stjórn stofnunarinnar hafði sagt af sér.

Upphafleg ráðning mín var í sex mánuði en að þeim tíma liðnum þótti mér starfið svo skemmtilegt að ég ákvað að sækja um þegar það var auglýst laust og var ráðinn.“

NordGen er 36 ára gömul stofnun og hún heldur utan um erfðaauðlindir í landbúnaði á Norðurlöndum. NordGen er upphaflega genabankinn fyrir landbúnaðarplöntur en seinna var genabanki fyrir húsdýr settur undir sama hatt ásamt ráðgjöf í erfðamálum skógræktar. Eitt af því sem NordGen er ábyrgt fyrir er daglegur rekstur á frægeymslunni á Svalbarða, Svalbard Global Seed Vault.

„Áhugi á erfðaauðlindum hefur aukist gríðarlega undanfarið og á árunum frá 2012 til 2015 tvöfaldaðist eftirspurn eftir erfðaefni úr bankanum. Fræ- og kynbótafyrirtækin og einstaklingar eru einfaldlega farin að undirbúa sig undir framtíðina og þær loftslagsbreytingar sem eru í vændum. Almenningur í Evrópu er orðinn meðvitaðri um gildi líffræðilegrar fjölbreytni og farinn að prófa sig áfram með ræktun á ýmsum tegundum. Vakning af þessu tagi hefur ekki enn náð fótfestu hér á landi en hún á eftir að aukast,“ segir Árni.

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...

Er stærstu eyðimörk Evrópu að finna á Íslandi?
20. nóvember 2024

Er stærstu eyðimörk Evrópu að finna á Íslandi?

Fornar ástir og fengitíð
20. nóvember 2024

Fornar ástir og fengitíð

Smyrill
20. nóvember 2024

Smyrill

Peysan Björk
20. nóvember 2024

Peysan Björk

Brynjar Freyr
20. nóvember 2024

Brynjar Freyr