Díoxínmálið í Skutulsfirði
Í fyrsta tölublaði Bændablaðsins fyrir tíu árum, árið 2011, var díoxínmálið svokallaða í Skutulsfirði helsta umfjöllunarefnið. Fjallað var á forsíðu um mengun sem greindist í mjólk frá bænum Efri-Engidal, sem mátti rekja til mengunar frá sorpbrennslustöðinni Funa sem starfaði í 1,5 km fjarlægð frá Efri-Engidal í í Skutulsfirði.
Rætt var við bóndann Steingrím Jónsson sem sagði að vanhöld hefðu einnig verið á búfénaði.
Nánar má lesa um efnið á vefnum Tímarit.is.