Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Hátíð Sturlu Þórðarsonar
Líf&Starf 25. júlí 2014

Hátíð Sturlu Þórðarsonar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í tilefni þess að í ár eru liðin 800 ár frá fæðingu Sturlu Þórðarsonar sagnaritara og skálds er íbúum Dalabyggðar og gestum þeirra hér með boðið til Sturluhátíðar.

Hátíðin fer fram í félagsheimilinu Tjarnarlundi í Saurbæ sunnudaginn 27. júlí og hefst kl. 13:30.  Í lok hátíðarinnar, um kl. 15:30, verður haldið að Staðarhóli þar sem Sturla bjó um árabil og er jarðsettur.

Heiðursgestur hátíðarinnar er Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands.

Samkoman hefst klukkan 13.30 með setningarávarpi Sveins Pálssonar sveitarstjóra Dalabyggðar.  Forsetar Alþingis Einar K. Guðfinnson og norska stórþingsins Olemic Tommessen munu flytja ávörp.  Guðrún Nordal forstöðumaður stofnunar Árna Magnússonar flytur erindi um arfleifð Sturlu Þórðarsonar og Einar Kárason rithöfundur flytur efni um Sturlu sem hann kallar „Hann vissi ég alvitrastan og hófsamastan.“ 

Elísabet Haraldsdóttir menningarráðunautur fjallar um Sturluþing barna sem efnt verður til í samvinnu við barnaskóla á Vesturlandi næsta vetur. Þá gera Halla Steinólfsdóttir bóndi og Sumarliði Ísleifsson sagnfræðingur grein fyrir efninu: Dalirnir og Sturla, framtíðarsýn.

Steindór Andersen og Hilmar Örn Hilmarsson flytja rímur.

Samkomunni í Tjarnarlundi lýkur upp úr klukkan þrjú með lokaorðum Sigurðar Þórólfssonar bónda í Innri-Fagradal.

Eftir samkomuna í Tjarnarlundi verður farið að Staðarhóli þar sem Sturla bjó og þar fjallar Magnús A. Sigurðsson fornleifafræðingur um hugsanlegar rannsóknir á Staðarhóli.

Upplýsingar um gistimöguleika í Dölum má finna á vefsíðunni VisitDalir.is eða á upplýsingamiðstöð Dalabyggðar í síma 434 1441.

Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni http://sturla800.wix.com/sturlathordarsoneða hjá Svavari Gestssyni gestsson.svavar@gmail.com- Þórunni Maríu Örnólfsdóttur tho27@hi.is  gsm. 845 6676 – eða á skrifstofu Dalabyggðar.
 

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....