Eyþór Stefánsson tv. og Guðjón Sigurjónsson.
Eyþór Stefánsson tv. og Guðjón Sigurjónsson.
Líf og starf 5. júlí 2024

Eitruð útspil rústuðu geimum og slemmum

Höfundur: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com

Þú átt einn hund í spaða, tíuna þriðju í hjarta, ás, gosa fjórðu í tígli og ásinn fimmta í laufi.

Þú þarft að spila út í vörn gegn fjórum spöðum.

Þú situr í vestur og veist að suður á 10-12 punkta jafnskipt eftir opnun hans á veiku grandi. Norður yfirfærði í spaða og stökk svo í 3 grönd sem suður breytti í 4 spaða.

Hverju viltu spila út?

Rifjum aftur upp spilin þín: x-Txx, ÁGxx-Áxxxx

Spilið kom upp í Sumarbridge fyrir skemmstu í Síðumúlanum og þannig voru hendurnar:

Við sem sjáum allar hendur vitum að spaðinn liggur svo illa fyrir suðri að fjórir spaðar hljóta að fara niður þótt reyndar væru þeir gefnir á einu borði. Algeng niðurstaða var að sagnhafi fengi 8 slagi og vörnin fimm.

En við borð umsjónarmanns fékk sagnhafi bara 7 slagi í geiminu. Hvernig atvikaðist það?

Vestur, Guðjón Sigurjónsson, átti allan heiður af því. Hann var svo sannarlega á skotskónum þegar hann valdi leiftursnöggt að spila út undan laufásnum. Eftir það hlaut sagnhafi að gefa tvo slagi á tromp, tvo á tígul og tvo á lauf, því engum dettur í hug að rjúka upp með kónginn í fyrsta slag. Hreinn toppur fyrir Guðjón.

„Jú, sjáðu, ég vissi að ég þyrfti að reyna að þyrla upp ryki,“ sagði Guðjón og sér vart enn milli veggja í Síðumúlanum eftir bólstrana alla sem hann skildi eftir sig ...

Ég man aldrei eftir að hafa tekið upp ellefu spil í sömu sort í bridds. En svoleiðis skiptingarundur átti sér stað austur á landi í bikarkeppni BSÍ þar sem sveit Grant Thornton tókst á við austfirska sveit.

Eyþór Stefánsson, einn Austfirðinganna sem spiluðu bikarleikinn, sá andstæðing á undan sér opna á einu laufi og tók upp spilin. Kóng og gosa í spaða og kóng og gosa elleftu í tígli!

Hann ákvað að melda strax fimm tígla en fékk ekki að spila þá þar sem andstæðingur á undan honnum meldaði sex lauf. Þá hækkaði Eyþór í 6 tígla sem voru doblaðir og út kom lítill spaði.

Hönd makkers Eyþórs var ekkert slor og viðurkennir hann í samtali við umsjónarmann briddsdálksins að hann hafi heldur betur kæst þegar upp kom í blindum: ÁDx, KDxxxx, eyða og ÁDxx.

Fátt gat komið í veg fyrir 12 slagi nema einu tromp andstöðunnar væru á sömu hendi. Svo var ekki en samt stóð samningurinn ekki. Hvernig gat það gerst?

Spaðaútspilið var trompað með blankri tíguldrottningu!

Það var Gunnar Björn Helgason, sem var, líkt og Guðjón í spilinu á undan, alveg funheitur í útspilsputtanum enda sjá lesendur að slemman vinnst með öllum öðrum útspilum.

Skylt efni: bridds

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...

Drottingarfórn fyrir mát ... aftur
Líf og starf 8. júlí 2024

Drottingarfórn fyrir mát ... aftur

Jón Aðalsteinn Hermannsson frá Lyngbrekku í Reykjadal tefldi skák fyrir 10 árum ...

Eitruð útspil rústuðu geimum og slemmum
Líf og starf 5. júlí 2024

Eitruð útspil rústuðu geimum og slemmum

Þú átt einn hund í spaða, tíuna þriðju í hjarta, ás, gosa fjórðu í tígli og ásin...

Kanntu að meta sögur?
Líf og starf 3. júlí 2024

Kanntu að meta sögur?

Á veraldarvefnum, sem sumir hér í eina tíð töldu vera „bólu“, eða að minnsta kos...

Jónsmessuganga í Haukadalsskógi
Líf og starf 1. júlí 2024

Jónsmessuganga í Haukadalsskógi

Sunnudaginn 23. júní var árleg Jónsmessuganga Félags skógarbænda á Suðurlandi. A...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 28. júní 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Gamalt kaupfélagsgóss
Líf og starf 26. júní 2024

Gamalt kaupfélagsgóss

Í gömlu verslunarhúsi á Breiðdalsvík, Kaupfjelaginu, er lítil matvöru- og gjafav...

Tálknfirskir sundkálfar
Líf og starf 26. júní 2024

Tálknfirskir sundkálfar

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Viktoríu Bjarnadóttur.