Þorraþræll 2025
Súrsaður, saltaður, þurrkaður eða reyktur matur var algengur hér áður fyrr þegar kæliskápar voru ekki á hverju strái hérlendis. Í dag njótum við þessa góðmetis að jafnaði einu sinni á ári og byrja menn átið á föstudegi í 13. viku vetrar. Í ár bar hann upp þann 24. janúar, en þorrinn hefst að venju sama dag og bóndadagurinn.
Ekki eru allir á sama máli um ágæti þorramatar og því spyrjum við; Borðar þú þorramat – og ef svo, er eftirlætið þitt annað í dag en þegar þú varst yngri?