Uppskipun á áburði
Einn af vorboðunum er innflutningur á tilbúnum áburði til túnræktar. Hér er uppskipun í fullum gangi í Þorlákshöfn á áburði sem Fóðurblandan flytur inn frá Póllandi. Haraldur Teódór Agnarsson og Niklas Hyström fylgjast með úr öruggri fjarlægð á meðan tólf 600 kílóa áburðarsekkir eru hífðir upp úr lestinni með gröfu sem er áföst skipinu. Að þessu sinni er tæplega 4.000 tonnum landað í Þorlákshöfn áður en skipið heldur í aðrar hafnir í kringum landið. Fleiri skip eru svo væntanleg innan skamms.