Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Gegnsætt ferli framleiðslu
Menning 7. mars 2023

Gegnsætt ferli framleiðslu

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Samkvæmt vefsíðu ESG Today kemur fram í nýrri könnun að einungis 0,4% fyrirtækja af tæpum 19.000 hafa sýnt fram á greinargott yfirlit yfir framleiðsluferla sína með tilliti til loftslagsaðgerða. Kemur einnig fram að tískuiðnaðurinn er einn þriggja iðnaðargeira er stendur sig hvað verst.

Má segja, að með þetta í huga hafi Frakkar ákveðið nýverið að taka stórt skref undir hatti Græns samfélagssáttmála Evrópusambandsins – Hringlaga hagkerfi, lög gegn úrgangi – er þeir settu fram löggjöf þess efnis að forsvarsmenn tískuiðnaðar skyldu bjóða upp á gegnsætt framleiðsluferli. Tóku lögin strax gildi og var áætlað að fyrirtæki með ársveltu yfir 50 milljónum evra skyldu fylgja tilskipuninni nú þegar. Þau, þar sem veltan er smærri, fylgja í kjölfarið yfir næstu tvö ár.

Aðgengilegt á skilvirkan hátt

Í grundvallaratriðum krefur löggjöfin tískuvörumerki um að veita neytendum ítarlegar upplýsingar er varða framleiðsluferli varningsins frá grunni. Meðal þeirra upplýsinga sem óskað er eftir má nefna sjálfbærni, möguleika á endurvinnslu, hversu mikið hlutfall efnis er endurunnið og magn örtrefja. Mætir heildarframleiðslan eftirspurn eða er um offramleiðslu að ræða? Ef svo er – hvert fara afgangsflíkur o.s.frv.?

Vöruupplýsingar skulu vera aðgengilegar neytendum bæði á sölustað og á netinu. Í raun þarf að tileinka hverri vöru sérstaka vefsíðu þar sem neytendur eru upplýstir um framleiðsluferli hennar.

Áhugavert er að einnig er krafist þess að þau lönd sem kjósa að selja varning sinn til Frakklands geri slíkt hið sama – safni saman öllum mögulegum upplýsingum, þýði yfir á frönsku og geri neytendum aðgengilegt á vefsíðu.

Er markmiðið að hvetja fólk til að taka meðvitaðar ákvarðanir um innkaup sín og meðhöndla textíl- og umbúðaúrgang á skilvirkari hátt auk þess að ýta undir að betrumbæta verkhætti innan tískuiðnaðarins. Um árabil hefur verið umræða varðandi mengun afgangsfatnaðar, en víðs vegar um heiminn má m.a. finna svæði innan íbúabyggða þar sem fatahaugar eru brenndir og valda allverulegri mengun. Svo ekki sé talað um almenna offramleiðslu á oft ódýrri vefnaðarvöru sem tekur fleiri þúsund ár að eyðast í umhverfinu.

Spor í átt að grænni framtíð tísku og textíls

Það er lofsvert að frönsk stjórnvöld hafa skuldbundið sig til svo strangrar lagastefnu. Þó kom ákvörðunin frekar á óvart enda Frakkland fyrst allra landa í Evrópusambandinu til að taka skrefið.

Einhverjir fataframleiðenda eru því ekki alveg í rónni og hafa bent réttilega á að stór hluti þess fatnaðar sem ætlaður er fyrir vor/sumar 2023 sé nú þegar framleiddur og á leið í verslanir Frakklands, án þess að seljendur geti boðið neytendum upp á þær upplýsingar sem krafist er nú.

Á móti kemur að hugmyndin um gagnsætt ferli hefur verið á lofti í nokkur ár og án efa gefið fyrirtækjum og hagsmunaaðilum í iðnaði nægan tíma til að rökræða lykilatriði og rannsaka ávinning af slíkri ákvörðun. Það er því kappsmál hjá fyrirtækjum að geta sýnt fram á jákvætt ferli birgðakeðju sinnar með tilliti til kolefnisspora.

Næstu 5-10 ár skipta sköpum

Forsvarsmenn tískuiðnaðarins hafa viðurkennt að gagnsæi aðfanga- keðju muni draga úr kolefnissporum framleiðsluferlisins í heild sinni og þökk sé stafrænum nýjungum er hægt að eiga auðveld og aukin samskipti við viðskiptavini sem þá í kjölfarið knýi fram breytingar.

Markmið sem þessi er mikilvægt að hafa í huga – enda samkvæmt tillögu Alþingis Íslendinga til þingsályktunar um grænan samfélagssáttmála árið 2018-19, kemur fram að:

„Nýjustu rannsóknir í loftslagsmálum sýna að næstu fimm til tíu ár skipta sköpum fyrir mannkynið. Þá mun ráðast hvort næst að stemma stigu við loftslagsbreytingum eða fást við skelfilegar afleiðingar þeirra.“

Til viðbótar við gagnsæi tískunnar er svo hægt að ná raun- verulegum framförum í átt að mikilvægum sjálfbærnimarkmiðum með því að lengja líftíma fatnaðar – endurselja eða endurnýta slitna hluti og endurvinna efni.

Skylt efni: tíska

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...