Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ný barnabók úr  smiðju sauðfjárbónda
Líf&Starf 27. október 2021

Ný barnabók úr smiðju sauðfjárbónda

Höfundur: smh

Bókaútgáfan Sæmundur hefur gefið út barnabók eftir sauðfjárbóndann Guðríði Baldvinsdóttur, í Lóni í Kelduhverfi, sem heitir Drengurinn sem dó úr leiðindum.

Þetta er önnur barnabók Guðríðar, en árið 2019 kom út bókin Sólskin með vanillubragði, sem var saga um stelpu og forystugimbrina hennar.

Að sögn Guðríðar er umfjöllunarefni bókarinnar vel þekkt hjá foreldrum barna á aldrinum í kringum átta til 12 ára, sumsé togstreitan sem myndast þegar foreldrar vilja draga úr tölvu- og snjalltækjanotkuninni. „Hugmyndin að sögunni kom einhverju sinni þegar ég var að reyna að koma böndum á þann tíma sem börnin mín dvöldu við tölvuleiki, YouTube-gláp og símahangs. Þá varð einhverju þeirra að orði að þá myndu þau deyja úr leiðindum.

Guðríður Baldvinsdóttir, barnabókahöfundur og sauðfjárbóndi í Lóni í Kelduhverfi.

Þá kviknaði hugmyndin um drenginn sem dó úr leiðindum, en átti bara að verða smásaga. En þegar ég byrjaði að skrifa sá ég fljótt að þessi litla hugmynd gæti auðveldlega orðið að heilli bók,“ segir Guðríður.

Er hægt að deyja úr leiðindum?

Aðalpersóna bókarinnar heitir Kári Hrafn, sem er venjulegasti tólf ára strákur í heimi. Heimur hans hrynur þegar foreldrar hans taka frá honum öll snjalltæki og í staðinn fær hann skærgulan farsíma sem hentar bara risaeðlum. Þá er spurning hvort hann hreinlega deyr úr leiðindum. Guðríður segir að sagan fjalli fyrst og fremst um vináttu, fjölskyldu og allt annað milli himins og jarðar sem skiptir máli.

Káputeikning er eftir dóttur Guðríðar, Ásdísi Einarsdóttur, en Guðríður naut einnig aðstoðar Björns Ófeigs, sonar síns, sem ljáði söguhetjunni Kára Hrafni rithönd sína við skreytingar í bókinni. Bókin er því sannkallað fjölskylduverkefni.Hún segir að hún hafi nú þegar fengið góð viðbrögð við bókinni og hefur henni verið lýst sem „æsispennandi og skemmtilega óvenjuleg með frumlegum titli“. Vænst þykir Guðríði um lofsamlegan bókadóm Jóns Emils, 11 ára á Kópaskeri, sem þótti bókin vera sú næstbesta sem hann hafði lesið – á eftir Harry Potter 3.

Næsta bók úr sveitaumhverfinu

„Eins og stór hluti íslensku þjóðarinnar hefur mig lengi langað til að skrifa bækur. Var alltaf að búa til sögur í huganum frá því að ég man eftir mér en lét verða af því að sækja ritlistarnámskeiðið Úr neista í nýja bók við Endurmenntun Háskóla Íslands 2013. Á því kom kveikjan og fyrsti kafli fyrstu bókarinnar minnar, Sólskin með vanillubragði. Bókarskrifin lágu svo í dvala í ein fimm ár, en þá gróf ég fyrsta kaflann upp og skrifaði bókina á nokkrum mánuðum. Hún var svo gefin út hjá Bókaútgáfunni Sæmundi 2019,“ segir Guðríður.

„Ég er endalaust með nýjar hugmyndir að sögum í kollinum. Næsta bók verður væntanlega úr því umhverfi sem ég þekki best, eins og fyrsta bókin, eða úr nútíma sveitaumhverfi. Ég sé fyrir mér spennusögu fyrir börn um dularfull kindahvörf, æsilegar eftirleitir og óveður.

Bókarskrif fara vel með sauðfjárbúskap, enda er veturinn frekar rólegur í þeirri atvinnugrein. Verst að ég er fyrir löngu búin að fylla allan dauðan tíma vetrarins af öðrum verkefnum, en þá er bara að forgangsraða.“

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...