Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Áfram í greiðsluskjóli
Fréttir 21. október 2020

Áfram í greiðsluskjóli

Höfundur: Vilmundur Hansen

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á að framlengja greiðsluskjól Hótel Sögu ehf. og Bændahallarinnar ehf. til 7. apríl 2021. Veittur er fullur 6 mánaða frestur eins og lögin heimila, talið frá deginum sem fyrra skjól rann
út, þann 7. október síðastliðinn.

Sigurður Kári Kristjánsson hæstaréttarlögmaður segir að leyfið sé það sem almennt er kallað greiðsluskjól og felur í sér að Héraðsdómur Reykjavíkur framlengir heimildir Hótel Sögu og Bændahallarinnar til fjárhagslegrar
endurskipulagningar í sex mánuði, eða til 7. apríl 2021.

„Í því felst að félögin njóta greiðsluskjóls gagnvart kröfuhöfum sínum. Forsendur þess að félögin fengu leyfið eru meðal annars að lögum um fjárhagslega endurskipulagningu væri fullnægt og ekki hafi komið fram mótmæli frá kröfuhöfum og ekki hafi verið veittar rangar upplýsingar um stöðu félaganna.“

Sigurður segir að í gangi séu virkar viðræður við nokkra aðila sem hafa áhuga á að koma að rekstri Hótel Sögu og mögulegum kaupum á fasteigninni. Ekki sé þó hægt að greina frá hverjir það séu.

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís
Fréttir 14. nóvember 2024

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís

Nýverið bárust tíðindi af því að verið væri að setja inn upplýsingar um feldfé í...

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald
Fréttir 14. nóvember 2024

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald

Friðheimar eru í samstarfi við Báruna, stéttarfélag, að innleiða nýtt merki, Í l...

Nægjusemi í nóvember
Fréttir 13. nóvember 2024

Nægjusemi í nóvember

Landvernd og Grænfánaverkefnið standa fyrir átakinu Nægjusamur nóvember.

Vilja harðfisk á lista UNESCO
Fréttir 13. nóvember 2024

Vilja harðfisk á lista UNESCO

Slow Food Reykjavík vinnur að því að fá vinnsluhefðir tengdar harðfiski og skrei...

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims
Fréttir 13. nóvember 2024

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims

Ragnheiður Björk Halldórsdóttir, iðnaðarverkfræðingur og sjálfbærniráðgjafi, lei...

Skrefagjald innleitt
Fréttir 13. nóvember 2024

Skrefagjald innleitt

Ísafjarðarbær hefur ákveðið að innheimta svokallað skrefagjald vegna sorphirðu.

Sjónum beint að fiskauganu
Fréttir 12. nóvember 2024

Sjónum beint að fiskauganu

Ekki hefur enn fundist flötur á því hér á Íslandi að nýta fiskaugu sérstaklega ú...

Ný Hrútaskrá og hrútafundir
Fréttir 12. nóvember 2024

Ný Hrútaskrá og hrútafundir

Von er á prentaðri útgáfu Hrútaskrárinnar mánudaginn 18. nóvember, þar sem 54 sæ...