Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ný erfðabreytt afbrigði tómata innihalda D-vítamín.
Ný erfðabreytt afbrigði tómata innihalda D-vítamín.
Fréttir 21. júní 2022

Afstaða til erfðabreyttra matvæla mýkist

Höfundur: Vilmundur Hansen

Afstaða almennings á Bretlandseyjum gegn nýrri reglugerð sem rýmkar heimildir til að rækta erfðabreytt matvæli er ekki eins afgerandi og fyrir.

Almennt virðist fólk ekki vera eins mikið á móti ræktuninni og áður. Skömmu fyrir síðustu aldamót þótti hugmyndin um erfðabreytt matvæli ganga næst guðlasti og tilraunaakrar með erfðabreyttu korni voru eyðilagðir af andstæðingum ræktunarinnar.

Fyrir skömmu var lögð fyrir breska þingið tillaga sem á að auðvelda tilraunir með ræktun erfðabreyttra matjurta og um leið ræktun þeirra.

Rökin með tillögunni eru meðal annarra þau að með ræktun þeirra megi auka uppskeru umtalsvert, þol fyrir breytingum vegna loftslagsbreytinga, minnka áburðargjöf og framleiða vítamínbætt og hollari matjurtir.

Aðstandendur tillögunnar segja að sem betur fer hafi almenningur í dag betri skilning á kostum erfðatækninnar og hvað hún getur áorkað mannkyninu til góðs.


Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi
Fréttir 10. janúar 2025

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi

Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldsákvarðanir á umráðamenn dýra undanfarna tvo...

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára
Fréttir 9. janúar 2025

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára

Á vef Samgöngustofu má sjá að 127 nýjar dísilknúnar dráttarvélar voru nýskráðar ...

Kostir og gallar við erlent kúakyn
Fréttir 9. janúar 2025

Kostir og gallar við erlent kúakyn

Á mánudaginn var haldinn fjarfundur um kosti og galla þess að flytja inn erlent ...

Ekki til setunnar boðið að hrinda verkefnum í framkvæmd
Fréttir 9. janúar 2025

Ekki til setunnar boðið að hrinda verkefnum í framkvæmd

Nýr ráðherra landbúnaðarmála er Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar í...

Svínabændur fá frest til aðlögunar
Fréttir 9. janúar 2025

Svínabændur fá frest til aðlögunar

Svínabændum hefur verið gefinn lengri frestur til aðlögunar að tilteknum skilyrð...

Barbora hlaut umhverfisverðlaun
Fréttir 8. janúar 2025

Barbora hlaut umhverfisverðlaun

Barbora Fialová hlaut umhverfisverðlaun Bláskógabyggðar 2024.

Borið níu kálfum í sex burðum
Fréttir 8. janúar 2025

Borið níu kálfum í sex burðum

Kýrin Þruma á bænum Björgum í Köldukinn í Þingeyjarsveit er ansi mögnuð, en hún ...

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.