Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ný erfðabreytt afbrigði tómata innihalda D-vítamín.
Ný erfðabreytt afbrigði tómata innihalda D-vítamín.
Fréttir 21. júní 2022

Afstaða til erfðabreyttra matvæla mýkist

Höfundur: Vilmundur Hansen

Afstaða almennings á Bretlandseyjum gegn nýrri reglugerð sem rýmkar heimildir til að rækta erfðabreytt matvæli er ekki eins afgerandi og fyrir.

Almennt virðist fólk ekki vera eins mikið á móti ræktuninni og áður. Skömmu fyrir síðustu aldamót þótti hugmyndin um erfðabreytt matvæli ganga næst guðlasti og tilraunaakrar með erfðabreyttu korni voru eyðilagðir af andstæðingum ræktunarinnar.

Fyrir skömmu var lögð fyrir breska þingið tillaga sem á að auðvelda tilraunir með ræktun erfðabreyttra matjurta og um leið ræktun þeirra.

Rökin með tillögunni eru meðal annarra þau að með ræktun þeirra megi auka uppskeru umtalsvert, þol fyrir breytingum vegna loftslagsbreytinga, minnka áburðargjöf og framleiða vítamínbætt og hollari matjurtir.

Aðstandendur tillögunnar segja að sem betur fer hafi almenningur í dag betri skilning á kostum erfðatækninnar og hvað hún getur áorkað mannkyninu til góðs.


Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...

Sólarsellustyrkir
Fréttir 22. júlí 2024

Sólarsellustyrkir

Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um sólarsellustyrki.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...