Afstaða til erfðabreyttra matvæla mýkist
Afstaða almennings á Bretlandseyjum gegn nýrri reglugerð sem rýmkar heimildir til að rækta erfðabreytt matvæli er ekki eins afgerandi og fyrir.
Almennt virðist fólk ekki vera eins mikið á móti ræktuninni og áður. Skömmu fyrir síðustu aldamót þótti hugmyndin um erfðabreytt matvæli ganga næst guðlasti og tilraunaakrar með erfðabreyttu korni voru eyðilagðir af andstæðingum ræktunarinnar.
Fyrir skömmu var lögð fyrir breska þingið tillaga sem á að auðvelda tilraunir með ræktun erfðabreyttra matjurta og um leið ræktun þeirra.
Rökin með tillögunni eru meðal annarra þau að með ræktun þeirra megi auka uppskeru umtalsvert, þol fyrir breytingum vegna loftslagsbreytinga, minnka áburðargjöf og framleiða vítamínbætt og hollari matjurtir.
Aðstandendur tillögunnar segja að sem betur fer hafi almenningur í dag betri skilning á kostum erfðatækninnar og hvað hún getur áorkað mannkyninu til góðs.