Björn Ólafsson
Björn Ólafsson
Fréttir 18. júní 2024

Áhrifin að fullu ljós í haust

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Tjón hefur mjög víða orðið hjá sauðfjárbændum á Norðurlandi eftir óveðrið á dögunum.

Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður deildar sauðfjárbænda hjá BÍ, segir að afleiðingar þess munu ekki koma fyllilega í ljós fyrr en í haust varðandi áhrif á vænleika lamba, fjölda sláturlamba og endurnýjun bústofns ef ær hafa gengið of nærri sér í kuldatíðinni.

Áhrif á frjósemi næsta vor

„Eins getur hret sem þetta haft áhrif á frjósemi næsta vor því þetta hefur áhrif á hvernig ærnar undirbúa sig fyrir næsta tímabil. Óveðrið í síðustu viku samhliða því mikla kali sem er víða mun leiða af sér að heyfengur verður víða mun minni samhliða því að víða hefur gengið á heyforða síðustu viku,“ heldur Eyjólfur áfram.

„Það skiptir því miklu máli að fá skýr svör um það hvernig stuðningi við tjón verður háttað svo bændur geti tekið upplýstar ákvarðanir varðandi til dæmis endurræktun og heyöflun sumarsins.“

Björn Ólafsson, formaður Félags sauðfjárbænda í Skagafirði, segir að óveðrið hafi gengið yfir stórt svæði á Norður- og Norðausturlandi og telur að það hafi bitnað á um 1.500 bændum, en komið misjafnlega niður á þeim eftir sveitum. Hann veit til þess að bændur hafi misst bæði ær og lömb sem hafi orðið úti í óveðrinu, auk þess hafi folöld drepist. Það sé þó þannig að bændur eru rétt að sjá fram úr veðrinu og halda áfram með sitt. Ljóst sé að í einhverjum tilvikum hafi fé verið komið það langt frá bænum að ekki var hægt að sækja það í tæka tíð til að setja inn í hús. Þá telur Björn að æðarvarp hafi farið mjög illa í Skagafirði.

Allt fór á kaf

„Þetta var slæmt hér hjá okkur, mikil snjókoma og hvassviðri,“ segir Björn, sem býr á Krithóli rétt sunnan við Varmahlíð. „Hér fór eiginlega allt á kaf, mikill og blautur snjór og svo kaldara með skafrenningi á nóttinni.“

Björn er búinn að koma öllu sínu fé út, en hann er með um 350 ær, og segir að það eigi við um flesta sauðfjárbændur á svæðinu. Hann segir að nú með hröðum umskiptum í tíðarfari taki snjó hratt upp af túnum sem þó séu „enn syndandi á kafi í bleytu“. Björn segir að það sé auðvitað gott að geta komið skepnunum inn í hús þegar svona óveður skellur á en það geti haft slæm áhrif á þær til lengri tíma litið. „Í raun kemur það ekki að fullu fram fyrr en í haust þegar afurðirnar verða metnar. Ég hugsa að það megi gera ráð fyrir alveg kílói minna í fallþunga að meðaltali í haust, beinlínis sem afleiðing af þessu hreti.

Það er ljóst að þótt hægt sé að setja féð út núna þá hefur eðlilegri framvindu verið raskað með því að taka þær inn. Ærnar voru jú komnar á beit og þetta getur haft veruleg áhrif á mjólkurlagni þeirra sem bitnar þá á lömbunum á þessum viðkvæma tíma. Það hefur þurft að gefa mikið hey þessa daga og þau eru auðvitað misjöfn að gæðum núna. Auk þess er mikið álag á skepnunum og hætta á sjúkdómum, til að mynda júgurbólgu. En bændur þurfa nú að fylgjast vel með hvernig skepnurnar þrífast – hafa augun opin fyrir einhverri afbrigðilegri hegðun.

Svo bætist þetta hret ofan á kalskemmdir í túnum sem hafa víða orðið. Nú kemur þessi agalega bleyta og sumir voru búnir að bera á, þannig að það er mikil óvissa um hvað mikið af þeim áburði muni nýtast að ráði. Víða hafa menn ekki einu sinni komist í jarðvinnslu því í raun er frost bara nýfarið úr jörðu hér. Svo eru skurðir, ár og lækir hér kjaftfullir af vatni sem er aukahætta fyrir skepnurnar þegar þeim er hleypt út.“ Björn bætir við að talað sé um það meðal bænda að vorverkin séu í raun svona mánuði á eftir því sem gerist í hefðbundnu árferði.

Aðstoðarmenn Bjarkeyjar
Fréttir 26. júní 2024

Aðstoðarmenn Bjarkeyjar

Bjarki Hjörleifsson og Pálína Axelsdóttir Njarðvík hafa verið ráðin sem aðstoðar...

Hundrað ný störf í Hornafirði
Fréttir 26. júní 2024

Hundrað ný störf í Hornafirði

Bláa lónið hefur fest kaup á jörðinni Hoffell 2 í Hornafirði og hyggst byggja þa...

Leyft að veiða allt að 128 langreyðar
Fréttir 25. júní 2024

Leyft að veiða allt að 128 langreyðar

Stjórnvöld hafa gefið grænt ljós á hvalveiðar. Veiða má allt að 128 langreyðar. ...

Rekstraraðilar svína- og alifuglabúa fengu mest
Fréttir 25. júní 2024

Rekstraraðilar svína- og alifuglabúa fengu mest

Eignarhaldsfélögin Mata, LL42 og Innnes fengu úthlutað mest af tollkvótum á land...

Fyrrverandi nemandi verður skólameistari
Fréttir 24. júní 2024

Fyrrverandi nemandi verður skólameistari

Soffía Sveinsdóttir tekur við embætti skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands á...

Nýir liðsmenn Bændablaðsins
Fréttir 21. júní 2024

Nýir liðsmenn Bændablaðsins

Lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum efnisþáttum í blaðinu í vor. Hugarleikfi...

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun
Fréttir 21. júní 2024

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármög...

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...