Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Bændasamtökin fordæma ummæli ráðherra
Mynd / VH
Fréttir 7. október 2020

Bændasamtökin fordæma ummæli ráðherra

Höfundur: Ritstjórn

Bændasamtök Íslands mótmæla harðlega þeim málflutningi Kristjáns Þórs Júlíussonar ráðherra landbúnaðarmála sem fram kom á Alþingi í gærkvöldi um að sauðfjárbúskapur sé fyrst og fremst spurning um lífsstíl fremur en afkomu.

Það er alvarlegt mál ef ráðherra landbúnaðarmála fylgist það illa með þróun mála að hann telji réttmætt að kalla atvinnugreinina einhverskonar áhugamál, lífsstíl eða með öðrum orðum tómstundagaman. Það lýsir kannski best áhugaleysi ráðherrans á málaflokknum. En bændum er svo sannarlega ekki sama um afkomu sína og og hafa lengi kallað eftir því að stjórnvöld láti það til sín taka, með takmörkuðum viðbrögðum.

Afkoma bænda er sannarlega áhyggjuefni. Afurðaverðsþróun í mörgum greinum, einkum kjötframleiðslu, er neikvæð vegna efnahagsþrenginga, markaðsþróunar og síaukins innflutnings sökum þess hvað tollvernd hefur rýrnað - ekki síst vegna aðgerða eða aðgerðaleysis stjórnvalda.

Bændasamtök Íslands skora á ráðherrann og ríkisstjórnina alla að ráða bót á því. Yfirlýsingar eins og hér að framan eru skaðlegar hvað það varðar.

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...

Sólarsellustyrkir
Fréttir 22. júlí 2024

Sólarsellustyrkir

Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um sólarsellustyrki.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...