Cow eftir Óskarsverðlaunahafann Andrea Arnold sýnd á RIFF 2021
Á yfirstandandi kvikmyndahátíð RIFF 2021 er myndin Cow eftir Andreu Arnold á dagskrá. Um fyrstu heimildarmynd þessa breska Óskarsverðlaunaleikstjóra er að ræða, en í henni er dregin upp nærmynd af hversdagslífi tveggja kúa. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes.
Tveir sýningardagar eru á dagskrá fyrir myndina, fyrri var 1. október en seinni sýningin er á laugardaginn 9. október klukkan 13 í Bíó Paradís.
Myndin fjallar um kúnna Lumu, útfrá sjónarhorni Lumu, og daglegt líf hennar yfir nokkur ár. Manneskjur koma lítið við sögu nema þegar hugað er að kúnni í daglegu lífi hennar.
Myndin er hugsuð sem óður til kýrinnar og þjónustu hennar í þágu mannsins. Fyrir mannfólkið að skilja bæði fegurðina og þær áskoranir sem kýr upplifa á lífsferli sínum. Ekki á rómantískan heldur raunsæjan máta.
Andrea hefur leikstýrt meðal annars American Honey, Big Little Lies og Fish Tank.