Einkaviðræður um sölu Bændahallarinnar hafnar
Sala á Bændahöllinni sem hýst hefur starfsemi Hótel Sögu í 59 ár virðist vera vel á veg komin. Samkvæmt heimildum Bændablaðsins eru viðræður sagðar á viðkvæmu stigi, en miðar vel við hóp íslenskra fjárfesta.
Hafa samningsaðilar sent frá sér eftirfarandi tilkynningu sem undirrituð er af Sigurði Kára Kristjánssyni hæstaréttarlögmanni. Hann var skipaður tilsjónarmaður með fjárhagslegri endurskipulagningu Bændahallarinnar sem veitt var heimild til í júlí á síðasta sumri. Í tilkynningunni segir:
„Stjórn Bændahallarinnar ehf., félags í eigu Bændasamtaka Íslands, hefur samþykkt að hefja einkaviðræður við hóp fjárfesta, sem meðal annars tengjast Hótel Óðinsvé, um sölu á fasteign sinni, Bændahöllinni við Hagatorg 1 í Reykjavík, sem hýst hefur starfsemi Hótel Sögu um áratuga skeið.
Gangi kaupin eftir áforma nýir eigendur áframhaldandi rekstur hótels í fasteigninni.“