Erfðabreytt búfé
Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir algenga sjúkdóma í búfé, bæta líðan dýranna og spara gríðarlega fjármuni sem annars færu í lyf eða vegna förgunar.
Talsmenn erfðatækninnar viðurkenna að áður en hægt verður að þróa tæknina þurfi að setja strangar reglur sem gert verður að gæta velferðar dýranna.
Framfarir í erfðatækni undanfarin ár ættu hæglega að getað bæt heilsu búfjár og gera það ónæmt fyrir fjölda sjúkdóma sem herja á gripina í dag. Auk þess að draga úr sýkingahættu er hægt með hjálp tækninnar að draga í losun búfjár á metangasi og auka framlegð.
Andstæðingar tækninnar telja aftur á móti að inngrip að þessu tagi geti haft alvarlegar afleiðingar þegar kemur að dýravelferð.
Bretar hafa nú þegar sett lög sem leyfa fyrstu skrefin í átt að erfðabreytingu í búfé með genabreytingum.