Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fá 200 matarskammta daglega frá Reykjavík
Fréttir 31. ágúst 2022

Fá 200 matarskammta daglega frá Reykjavík

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sveitarfélagið Bláskógabyggð hefur gert samning við Matar­tímann, sem er í eigu Sölufélags garðyrkjumanna, um mat fyrir mötuneytið í Aratungu.

Erfiðlega hefur gengið að ráða matráð í Aratungu að sögn Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra Bláskógarbyggðar.

„Tækifæri fólust í því að nýta ferðir grænmetisbílsins, sem kemur alla morgna í Reykholt að sækja afurðir til garðyrkjubænda, og fá máltíðir sendar frá Reykjavík.“

Um 200 manns borða í mötuneytinu í Aratungu þegar mest er, börn í leik- og grunnskóla í Reykholti, starfsmenn og eldri borgarar.

Auk þess er nokkuð um að eldri borgarar fái mat sendan heim. Um er að ræða bæði tilbúna rétti, sem starfsfólk sveitarfélagsins sér um að hita og einnig hráefni tilbúið til eldunar á staðnum.

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...

Sólarsellustyrkir
Fréttir 22. júlí 2024

Sólarsellustyrkir

Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um sólarsellustyrki.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...