Fögur fyrirheit voru gefin garðyrkjubændum um lækkun raforkukostnaðar í stjórnarsáttmála fyrri ríkisstjórnar, sem ekki var staðið við. Í nýjum stjórnarsáttmála eru sams konar fyrirheit gefin, en á myndinni er ný ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins á ríkisráðsfundi á Bessastöðum.
Fögur fyrirheit voru gefin garðyrkjubændum um lækkun raforkukostnaðar í stjórnarsáttmála fyrri ríkisstjórnar, sem ekki var staðið við. Í nýjum stjórnarsáttmála eru sams konar fyrirheit gefin, en á myndinni er ný ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins á ríkisráðsfundi á Bessastöðum.
Mynd / Stjórnarráð Íslands
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjögur áherslumál í landbúnaði tiltekin.

Efla á nýsköpun í landbúnaði, auðvelda nýliðun og kynslóðaskipti og draga úr orkukostnaði garðyrkjubænda.

Auk þess verður stefnt að því að breyta jarðalögum til að vinna gegn samþjöppun á eignarhaldi jarða og stuðla að nýtingu á ræktarlandi til búrekstrar.

Vanefndir um lægri raforkukostnað

Í stjórnarsáttmála fyrri ríkisstjórnar, frá því í nóvember 2021, voru tiltekin tíu áherslumál um landbúnaðinn. Líkt og í nýjum stjórnarsáttmála mátti þar finna fyrirheit um að dregið yrði úr raforkukostnaði garðyrkjubænda, sem var svo ekki staðið við.

Þar var sett sú stefna að auka ætti framleiðslu á íslensku grænmeti, með föstu niðurgreiðsluhlutfalli á raforkuverði til ylræktar og sérstökum stuðningi við útiræktun, í gegnum búvörusamninga. Í endurskoðun þeirra í byrjun síðasta árs höfðu garðyrkjubændur ekki erindi sem erfiði við að ná fram þeim markmiðum sem sett höfðu verið í stjórnarsáttmálunum sjálfum.

Efling kornræktar

Ýmsum öðrum áhersluatriðum í landbúnaðarmálum fyrri stjórnarsáttmála tókst ýmist að ljúka eða koma áleiðis. Má þar nefna að mótuð hefur verið tímasett aðgerðaáætlun til eflingar lífrænnar framleiðslu, komið var af stað aðgerðaáætlun um eflingu kornræktar á Íslandi með opinberum stuðningi sem hluta markmiða um að efla innlenda landbúnaðarframleiðslu, matvæla- og landbúnaðarstefnur voru samþykktar, auk þess sem sameining Landgræðslunnar og Skógræktarinnar átti sér stað í þeim tilgangi að efla faglegt starf þeirra, meðal annars í loftslagsmálum.

Krefjast athygli stjórnvalda
Fréttir 24. janúar 2025

Krefjast athygli stjórnvalda

Ungir bændur vilja að íslensk stjórnvöld setji landbúnaðarmál framar í forgangsr...

Hveitimylla Kornax hættir
Fréttir 24. janúar 2025

Hveitimylla Kornax hættir

Lífland ehf., sem á og rekur hveitimyllu Kornax við Korngarða í Reykjavík, hyggs...

Afar góður árangur Reykja í Tungusveit
Fréttir 24. janúar 2025

Afar góður árangur Reykja í Tungusveit

Í niðurstöðum skýrsluhalds í nautakjötsframleiðslu má sjá að Reykir í Tungusveit...

Beiðni hafnað um viðurkenningu T137
Fréttir 23. janúar 2025

Beiðni hafnað um viðurkenningu T137

Matvælaráðuneytið hefur hafnað beiðni um að arfgerðarbreytileikinn T137 verði fo...

Bændablaðið mest lesna blað landsins
Fréttir 23. janúar 2025

Bændablaðið mest lesna blað landsins

Bændablaðið er mest lesni prent­miðill landsins, annað árið í röð, samkvæmt nýju...

Stóra-Mörk slær met
Fréttir 23. janúar 2025

Stóra-Mörk slær met

Afurðahæsta kúabú landsins árið 2024 var Stóra­Mörk 1 í Rangárþingi eystra með 9...

Undrakýrin Klauf
Fréttir 23. janúar 2025

Undrakýrin Klauf

Klauf 2487 í Lambhaga á Rangárvöllum var nythæsta kýr Íslands árið 2024. Hún mjó...

Metár í framleiðslu og sölu á mjólk
Fréttir 23. janúar 2025

Metár í framleiðslu og sölu á mjólk

Í nýjum gögnum Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) sést að aldrei hefur m...