Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ráðist verður í allsherjarhreinsun á íslensku strandlengjunni á næstu 3–5 árum.
Ráðist verður í allsherjarhreinsun á íslensku strandlengjunni á næstu 3–5 árum.
Mynd / smh
Fréttir 25. janúar 2022

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna

Höfundur: smh

Fjögur félagasamtök verða styrkt til verkefna sem lúta að hreinsun strandlengju Íslands, samtals um 20 milljónir króna.

Styrkirnir eru veittir sem hluti aðgerðaráætlunar umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í plastmálefnum sem heitir Úr viðjum plastsins. Aðgerðin felur í sér að sett er af stað átak til 3 – 5 ára til allsherjarhreinsunar strandlengjunnar af plasti og öðrum úrgangi.

Styrkhafarnir eru eftirfarandi:

 Styrkhafi
 Styrkupphæð

 Blái herinn

 7,500.000 kr.

 Veraldarvinir

 7,500.000 kr.

 Ocean Missions

 2,500.000 kr.

 Seeds

 2,500.000 kr.

Í tilkynningu úr ráðuneytinu kemur fram að hreinleiki sjávar sé Íslandi afar mikilvægur og strandhreinsanir gegni þar veigamiklu hlutverki. Tilgangurinn með styrkveitingunum sé að strandlengja Íslands verði hreinsuð með skipulegum hætti, hreinsuðum ströndum verði haldið við, efla vitundarvakningu hjá almenningi um mikilvægi strandhreinsana og virkja áhugasama aðila til þátttöku í átaki um hreinsun strandlengjunnar.

„Það þarf ekki að fara mörgum orðum um mikilvægi þess að draga úr plastmengun á ströndum og á hafi. Frjáls félagasamtök og sjálfboðaliðar hafa gegnt lykilhlutverki við þessa hreinsun. Við viljum styðja þau í þessu verki,“ er haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. 

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...

Snjallsímar bannaðir í grunnskóla
Fréttir 15. nóvember 2024

Snjallsímar bannaðir í grunnskóla

Frá því í haust hefur nemendum Kirkjubæjarskóla verið óheimilt að vera með snjal...

Stórtæk ræktun á Hrym í Búðardal
Fréttir 15. nóvember 2024

Stórtæk ræktun á Hrym í Búðardal

Ræktunarstöð fyrir lerkitegundina Hrym hefur verið stofnsett í Búðardal þar sem ...

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum
Fréttir 14. nóvember 2024

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum

Deild landeldis innan Bændasamtaka Íslands var stofnuð sumarið 2022. Fjögur land...

Bændur læra af hver öðrum
Fréttir 14. nóvember 2024

Bændur læra af hver öðrum

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir stýrð...

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís
Fréttir 14. nóvember 2024

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís

Nýverið bárust tíðindi af því að verið væri að setja inn upplýsingar um feldfé í...