Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Yfirlit fjölgeislamælingar Hafró 2000 til 2022.
Yfirlit fjölgeislamælingar Hafró 2000 til 2022.
Mynd / Hafrannsóknastofnun
Á faglegum nótum 13. september 2022

44,3% efnahagslögsögunnar kortlögð

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknaskipið Árni Frið­ riksson kortlagði í ágúst alls um 8.964 ferkílómetra hafsvæði vestan við Látragrunn, á Dohrnbanka og á Selvogsbanka.

Leiðangurinn er hluti af átaksverkefni Hafrannsókna­stofnunar um kortlagningu hafsbotns í efnahagslögsögu Íslands.

Markmið verkefnisins er að afla þekkingar sem nýtast mun á ýmsan hátt og er forsenda frekari vísindarannsókna við nýtingu, vernd og rannsóknir auðlinda í hafinu, á hafsbotni og undir hafsbotni. Að þessu sinni var markmið sett að kortleggja veiðislóðir á Vestfjarðamiðum í tengslum við veiðiálag síðastliðinna ára og togstöðva í verkefninu Stofnmælingu botnfiska.

Í lok leiðangursins hefur 44,3% efnahagslögsögunnar verið kortlögð, eða liðlega 333.700 ferkílómetrar af alls 754.000 ferkílómetra efnahagslögsögu landsins.

Brjálaði hryggurinn

Í fyrsta hluta leiðangursins var fyllt upp í þekju vestan við Látragrunn þar sem jökulgarðurinn sem nefndur er „Brjálaði hryggurinn“ var mældur árið 2011, í tengslum við hrygningarstöðvar steinbíts á Látragrunni og mögulegum búsvæðum kórala. Í kantinum við hrygginn sjást plógför ísjaka á allt að 600 metra dýpi. Undan kantinum er um fjórtán kílómetra langur hryggur sem liggur í NV­SA og rís um 60 metra af hafsbotninum. Hugsanlegar aurkeilur sjást í kantinum á austanverðu mælingasvæðinu. Á dýpsta svæðinu er botnharkan mjög lág sem gefur til kynna að þar hefur töluvert magn af mjúku seti sest til í lægðum.

Á Dohrnbanka

Í öðrum hluta leiðangursins var stefnan tekin á Dohrnbanka. Þar voru mörkin dregin við miðlínu efnahagslögsögunnar og fjölgeislamælingar frá mælinga­ árinu 2002.

Miklar sviptingar í ástandi sjávar gerðu yfirferð fjölgeislamælinga mjög erfiða. Vegna veðurs tókst ekki að ljúka mælingum á Dohrnbanka, en til stóð að tengja þær saman við eldri mælingar í Grænlandssundi.

Botnlag á Dohrnbanka er mjög fjölbreytt. Meðal þess sem sést í fjölgeislagögnunum eru stórir hryggir og farvegir sem kvíslast niður á víðáttumikla sléttu sem ber mikil ummerki um plógför ísjaka.
Sæfjöll og hraun við Surtsey

Í þriðja og síðasta hluta leiðangursins var hafsvæðið á Selvogsbanka mælt frá eldri mælingum Hafrannsóknastofnunar að 100 metra jafndýpislínu.
Vestan við Surtsey var mælt yfir mikið af smáum sæfjöllum sem áður hafa verið mæld með eingeislamæli. Sæfjöllin fylgja tveimur sprungu­ stefnum, annars vegar í NV­SA og hins vegar í NA­SV.

Við 100 metra jafndýpislínuna er mikið hraun eða klöpp sem sést einnig á sjókortum.

Með fjölgeislagögnunum er hægt að kortleggja útbreiðslu þess með mun meiri nákvæmni. Botnharka sýndi að umhverfis hraunið og víða á mælingasvæðinu norðanverðu er mikið af mjúku seti.

Skylt efni: Hafrannsóknastofnun

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...