Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Um síðustu áramót voru alls 216 kúabú sem notuðu mjaltaþjóna, af 542 kúabúum sem lögðu inn mjólk um áramótin, eða 40%. Þá voru um áramótin alls 271 mjaltaþjónn í notkun hérlendis.
Um síðustu áramót voru alls 216 kúabú sem notuðu mjaltaþjóna, af 542 kúabúum sem lögðu inn mjólk um áramótin, eða 40%. Þá voru um áramótin alls 271 mjaltaþjónn í notkun hérlendis.
Mynd / HKr.
Á faglegum nótum 14. febrúar 2020

55,7 prósent mjólkurinnar frá mjaltaþjónabúum

Höfundur: Snorri Sigurðsson snorri.sigurdsson@outlook.com

Líkt og undanfarin ár hefur nú verið tekið saman yfirlit yfir útbreiðslu mjaltaþjónatækn-innar hér á landi og árið 2019 var ár mikilla breytinga en alls bættust við 19 ný mjaltaþjónabú á árinu og 26 mjaltaþjónar til viðbótar voru teknir í notkun. Um síðustu áramót voru alls 216 kúabú sem notuðu mjaltaþjóna, af 542 kúabúum sem lögðu inn mjólk um áramótin, eða 40%. Þá voru um áramótin alls 271 mjaltaþjónn í notkun hérlendis.

Sé tekið tillit til gangsetningar­tíma nýrra mjaltaþjóna á síðasta ári þá reiknast innlagt mjólkurmagn frá mjaltaþjónabúunum alls 84,5 milljónir lítra. Árið 2019 nam heildarinnvigtun mjólkur á landinu 151,8 milljónum lítra og því er mjólk mjaltaþjónabúanna nú 55,7% af heildarinnvigtuninni, sem er að öllum líkindum enn eitt heimsmetið á þessu sviði sem íslensk kúabú setja.

Meðalbúið með 1,3 mjaltaþjóna

Í töflu 1 má sjá yfirlit um breytingar á fjölda mjaltaþjónabúa og mjaltaþjónatækninnar hér á landi frá árinu 2018. Árið 2019 tóku 19 ný mjaltaþjónabú til starfa og eitt bú var lagt niður eða öllu heldur sameinað öðru. Þá skiptu þrjú kúabú, sem voru þegar með mjaltaþjónatæknina, um tegund af mjaltaþjóni, en hér á landi eru í dag fjórar mismunandi gerðir af mjaltaþjónum. Það eru Lely, DeLaval, GEA og Fullwood.

Á síðasta ári urðu einnig áhuga­verðar breytingar á þegar starfandi mjaltaþjónabúum, en búum með fleiri en einn mjaltaþjón fjölgaði um 6 og nægir það til að lyfta meðaltali yfir meðalfjölda mjaltaþjóna á hverju búi úr 1,2 í 1,3.

Minni framleiðsla að jafnaði

Í samanburði við framleiðslutölur fyrir árið 2018 þá var hvert mjaltaþjónabú, þ.e. sem var með mjaltaþjóna í notkun allt síðasta ár, að leggja inn að meðaltali töluvert minna mjólkurmagn eða 415 þúsund lítra að jafnaði í samanburði við 424 þúsund lítra árið 2018. Skýringin á þessu er væntanlega bæði tengd framleiðsluheimildum og verði fyrir umframmjólk.

Líkt og sjá má í töflu 1 þá fer búum með fleiri en einn mjaltaþjón fjölgandi og því er töluverður munur á innlagðri mjólk mjaltaþjónabúa landsins. Þannig lögðu t.d. 32 bú inn meira en hálfa milljón lítra af mjólk og þar af lögðu fjögur bú inn meira en eina milljón lítra.

Meðalframleiðslan 334 þúsund lítrar

Sé einungis horft til gagna um þau bú sem voru með mjaltaþjónatæknina í notkun allt síðasta ár þá nam innlögð mjólk frá hverjum mjaltaþjóni 334 þúsund lítrum að jafnaði sem er sjö þúsund lítrum minna en meðalinnlögnin árið 2018.

Líkt og undanfarin ár munar afar miklu á nýtingu mjaltaþjónanna sjálfra á milli búa en það bú sem nýtti mjaltaþjóninn best á síðasta ári skilaði alls 558 þúsund lítrum í afurðastöð eða 67% meira magni en meðalmjaltaþjóninn afkastaði.

Rétt eins og mörg undanfarin ár voru ekki mörg bú að ná því að leggja inn meira en 500 þúsund lítra eftir hvern mjaltaþjón en í fyrra náðu fjögur bú því.

Sé einungis litið til þeirra búa sem voru með tvo mjaltaþjóna allt síðasta ár, þá var afkastamesta búið að ná 431 þúsund lítrum með hvorum mjaltaþjóni og mestu afköst mjaltaþjóna á búum með fleiri en tvo mjaltaþjóna voru 385 þúsund lítrar.

Svo virðist sem að afköstin dali eftir því sem mjaltaþjónum fjölgar, en það er trúlega ekki rétt ályktun og felst skýringin mun líklegar í því að mjaltaþjónatæknin er bundin við hámarks afkastagetu sem takmarkar nýtingarmöguleikann. Með öðrum orðum þá er t.d. bú sem er með tvo mjaltaþjóna með tæknilega hámarks framleiðslugetu upp á um 1,1 milljón lítra á ári. Mögulega er greiðslumark búsins þó mun lægra en samt umfram 550 þúsund lítra sem er algengt viðmið um hámarks afkastagetu fyrir einn mjaltaþjón. Búið er því nauðbeygt til þess að fjárfesta í viðbótartækni þó svo að hún nýtist í raun afar illa.

Tæknileg geta til staðar

Sé tekið mið af meðalframleiðslu mjaltaþjónanna árið 2019 og sú geta uppreiknuð á alla mjaltaþjónana sem voru í notkun á Íslandi um áramótin, þá nemur ætluð framleiðsla þeirra 90,5 milljónum lítra. Það væri þá um 60% af landsframleiðslunni eins og hún var á síðasta ári.

Að sama skapi má reikna út tæknilega framleiðslugetu þessarar mjaltatækni, miðað við bestu íslensku aðstæður, en í ljósi reynslu undanfarinna ára má ætla að um 570 þúsund innvegnir lítrar séu nokkurn veginn það mesta sem ætla má einum mjaltaþjóni.

Ef öll mjaltaþjónabúin á Íslandi gætu nýtt mjaltaþjóna sína það vel þá var tæknileg afkastageta mjaltaþjóna landsins 154 milljónir lítrar á ári. Eða með öðrum orðum, nú þegar er búið að fjárfesta í mjaltaþjónatækni sem nægir fyrir alla ársframleiðslu mjólkur á Íslandi og rúmlega það!

Rétt er að taka skýrt fram að þó svo að reiknuð framleiðslugeta sé í raun komin fyrir allt Ísland, þá er óraunhæft að ætla að hægt sé að nýta tæknina það vel að ekki sé frekari þörf á nýfjárfestingum. Skýringin á því felst m.a. í gríðar­lega miklum aðstöðumun á milli búa, framleiðsluheimildum, um­hverfi og getu til þess að nýta tæknina til hins ýtrasta.

65,4 árskýr að jafnaði

Sé litið til skýrsluhalds­upplýsing­anna þá var meðalmjaltaþjónabúið með 65,4 árskýr að jafnaði eða 52,1 árskýr á hvern mjaltaþjón. Það er þó eðlilega mikill munur á búunum og voru t.d. 24 bú með færri en 40 árskýr á hvern mjaltaþjón og af þeim voru 11 bú með 2 mjaltaþjóna. Eins og gefur að skilja er þetta ekki sérlega góð nýting á fjárfestingunni í mjaltaþjóni eða -þjónum, en ætla má að þessi bú séu að bæta við sig jafnt og þétt. Þau nái því að nýta fjárfestinguna betur í ár en í fyrra.

Á hinum enda nýtingarskalans eru hins vegar allmörg bú.

Alls voru 35 kúabú með fleiri en 65 árskýr á hvern mjaltaþjón og að meðaltali með 69,9 árskýr. Langflest búanna eru með 1 mjaltaþjón, en þó voru fjögur af þessum búum með tvo mjaltaþjóna. Almennt séð er litið svo á að sé nýtingin yfir 65 árskúm á hvern mjaltaþjón, þá sé bóndinn að nýta fjárfestinguna afar vel. Þessi 35 bú, sem voru með 65 árskýr eða fleiri, voru að jafnaði að leggja inn 428 þúsund lítra eftir hvern mjaltaþjón.

Meðalafurðirnar góðar

Mjaltaþjónabú eru í eðli sínu afurðameiri en önnur bú einfaldlega vegna tíðari mjalta og meiri nákvæmni í fóðrun á fóðurbæti sem fylgir notkun sjálfvirkrar mjaltækni. Raunar mætti tína fleiri atriði til sem gera kýrnar afurðameiri þegar notuð er sjálfvirkni við mjaltir. Sé t.d. litið til 15 afurðamestu kúabúa landsins, þá voru 12 af 15 með mjaltaþjóna en árið 2019 voru meðalafurðir kúnna í mjaltaþjónafjósum landsins 6.683 kg samkvæmt skýrsluhaldskerfi RML.

Hærri meðalafurðir nýtast betur

Það er þó nokkuð ójöfn dreifing á búunum sem gefur til kynna möguleika sumra búa á að bæta sig verulega en kýrnar á 39 búum voru með 7.500 kg að jafnaði eða meira á sama tíma og stöllur þeirra á 21 kúabúi voru hins vegar með minna en 5.500 kg að jafnaði. Sé horft til nýtingar mjaltaþjóna og meðalafurða kúnna má sjá allskýrt samhengi, en framagreind 21 bú sem voru með lægri meðalafurðir en 5.500 kg eftir árskúna lögðu inn að jafnaði 240 þúsund lítra eftir hvern mjaltaþjón með 51,3 árskúm. Á sama tíma voru mjaltaþjónarnir á kúabúunum 39, sem voru með meira en 7.500 kg að jafnaði, að skila í afurðastöð að meðaltali 391 þúsund lítrum hver og þessi bú voru áþekk hinum afurðalágu að stærð eða með að jafnaði 54,1 árskú. Ætla má að afurðalægri búin eigi afar mikið inni.

Fín mjólkurgæði

Enn á ný kemur í ljós að mjalta­þjónabú geta staðist öðrum snúning þegar horft er til mjólkurgæða. Þannig voru t.d. 7 bú að jafnaði með lægri gerlastök en 10.000 á síðasta ári og voru þessi bú með þrjár mjaltaþjónategundir af fjórum á markaðinum.

Sé horft til þeirra búa sem voru með undir 15.000 að jafnaði, þá var fjöldi þeirra 34 og meðal þeirra var fjórða mjaltaþjónategundin einnig sem er hér á markaði.

Út frá gögnunum má því ráða að öll fjögur vörumerkin ráði við, sé rétt staðið að uppsetningu, viðhaldi og umsjón, að skila mjólk í afurðastöð sem er af góðum gæðum. Á móti kemur að einhver bú hafa átt í basli á síðasta ári og voru 14 bú með að meðaltali hærri gerlastök en 50.000. Það er afar óvenjulegt að um svo slök mjólkurgæði sé að ræða, en skýringin á háu meðaltali gæti vissulega legið í svokölluðum gerlaskotum sem trufla verulega meðaltalsútreikninga.

Almennt er hægt að fullyrða það að ef gerlastökin eru oft að mælast þetta um eða yfir 45.000 þá ætti að vera harla einfalt að finna ástæðuna fyrir því. Rétt er að minna á að oft, þegar gerlatalan er að jafnaði há, þá er skýringuna ekki að finna í tækninni sjálfri, heldur í röngum vinnubrögðum í tengslum við umhirðu kúa, fjóss eða mjaltatækninnar sjálfrar. Þetta þarf þó að skoða í hverju tilviki fyrir sig og finna skýringuna.

Frumutalan einstaklega lág

Þegar skoðuð eru gögn varðandi frumutölu tankmjólkur árið 2019, frá þeim mjaltaþjónabúum sem lögðu inn mjólk allt árið, kemur í ljós að 7 bú voru að meðaltali með lægri frumutölu en 100.000 sem verður að teljast afar góður árangur og frumulægsta búið var með 48.697 frumur/ml að meðaltali síðasta ár og 49,2 árskýr. Það er hreint út sagt glæsilegur árangur.

Þá voru 38 bú með að jafnaði lægri frumutölu en 150.000 og voru þessi bú að nota allar fjórar gerðir mjaltaþjónategundanna sem eru í boði hér á landi. Einnig voru 14 mjaltaþjónabú með meðalfrumutölu yfir 300.000 á síðasta ári og líkt og með háu gerlastökin þá ætti að vera allfljótlegt að finna hvað veldur því að júgurheilbrigði kúnna á þessum búum er ekki betra og ráða bót á því.

Afurðamælingarnar þarf að laga

Að lokum má geta þess að við samkeyrslu á upplýsingum um innvegna mjólk annars vegar og afurðasemi samkvæmt skýrslu­haldi RML þá kemur í ljós að víða er töluverður munur á reiknaðri heildar framleiðslu og innvigtun mjólkur. Stundum er t.d. afurðasemi kúnna mun minni samkvæmt skýrsluhaldinu en hún raunverulega er, þ.e. búið leggur inn meiri mjólk í afurðastöð en skýrsluhaldskerfið segir að sé í raun hægt. Er þá ekki einusinni búið að taka tillit til heimanota á mjólk eða niðurhellingar! Þá eru sum bú, sam­kvæmt skýrsluhaldskerfinu, að fram­leiða miklu meiri mjólk en þau leggja inn þrátt fyrir að búið sé að bæta við eðilegu magni mjólkur vegna ætlaðra heimanota. Niður-staðan bendir til þess að mælarnir sem mjaltaþjónarnir nota séu ónákvæmir og þarfnist viðhalds.

Hver og einn bóndi getur auðveldlega skoðað þetta fyrir sitt eigið bú með því einfaldlega að bera saman reiknaðar afurðir samkvæmt skýrsluhaldinu og bera svo saman við innlagða mjólk. Innlagt mjólkurmagn ætti að vera heldur minna en reiknaðar skýrslu-haldsafurðir vegna heimanota á mjólk en munurinn er yfirleitt ekki mikill en fer auðvitað eftir fjölda ásettra kálfa.

Samantekt þessi byggir á upplýsingum frá Auðhumlu, Mjólkur­afurðastöð KS og RML, auk upplýs­inga frá öllum innflytjendum mjaltaþjóna á Íslandi.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...

Sjónum beint að fiskauganu
12. nóvember 2024

Sjónum beint að fiskauganu

Ný Hrútaskrá og hrútafundir
12. nóvember 2024

Ný Hrútaskrá og hrútafundir

Matur handa öllum
12. nóvember 2024

Matur handa öllum

Litafjölbreytni og æði skrautleg litaheiti
12. nóvember 2024

Litafjölbreytni og æði skrautleg litaheiti

Gras fyrir menn
12. nóvember 2024

Gras fyrir menn