Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Jeep Compass Trailhawk.
Jeep Compass Trailhawk.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 9. desember 2020

Jeep Compass Trailhawk bensín/rafmagnsjepplingur

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Fyrstu tvinn-bílarnir frá Jeep sem eru með fjórhjóladrif, hátt og lágt drif og eru með hærra undir lægsta punkt en 20 cm eru komnir í sölu hjá Ísband. Um síðustu helgi gafst mér tækifæri á að prófa einn af þessum bílum, en fyrir valinu var Jeep Compass Trailhawk.

Stuttur prufuakstur en bíllinn kom verulega á óvart

Þegar ég kom að bílnum var hann fullhlaðinn á bílastæðinu fyrir utan Ísband og ekkert annað en að drífa sig af stað áður en næsta él skylli á. 

Í upphafi var ekið á rafmagninu og á 90 km hraða var bíllinn hávaðamældur áður en að bensínvélin færi í gang. Mér til furðu þrátt fyrir lítinn bíl á grófum ónegldum vetrardekkjum mældist hávaðinn inni í bílnum ekki nema 67,4 db. Þessi bíll er að mælast betur en flestir rafmagnsbílar sem ég hef prófað (oftast mælast rafmagnsbílar á bilinu 68-71db). 

Sætin í bílnum sérlega góð, fljót að hitna. Hitinn í stýrinu var kærkominn á þessum kalda laugardegi, en bíllinn var fljótur að hitna að innan. 

Alls keyrði ég bílinn ekki nema um 60 km og þar sem snjór er yfir öllu var ekki hægt að prófa bílinn á holóttum malarvegi. 

Þess í stað prófaði ég bílinn á frosnum slóða og fannst virknin í fjórhjóladrifinu fín og bíllinn lipur í slóðaakstri þó svo að ég hefði viljað reyna betur á fjöðrunina. 

Í lok bíltúrsins hafði ég ekið á rafmagninu um 25 km og eftir á rafhlöðunni var 22% sem er uppgefið 7 km.  

Snjóstillingin virkar eins og hún á að virka.

Margar stillingar á drifbúnaði

Eins og áður sagði er bíllinn fjórhjóladrifinn, með hátt og lágt drif. Sjálfskiptingin er 6 gíra, en stillingarnar á skiptingunni eru sex; Auto, sport, snow, sand, mud og rock. Ég prófaði allar þessar stillingar og munurinn var mikill. 

Að taka af stað í hálum snjónum í „snow“ stillingunni er þannig að bíllinn einfaldlega tekur ekki spól á neinu hjóli. Þetta er fyrsta „snow“ stillingin sem virkilega virkar af þeim bílum sem ég hef prófað til þessa. 

Í sport-stillingunni er skemmtilegast að keyra, en þá dettur rafmagnsmótorinn út og 240 hestafla bensínvélin er hættulega fljót að henda bílnum á „ökuleyfissviptingarhraða“. 

Mest keyrði ég á „auto-stillingunni“, þá var rafmagnið inni, en uppgefin drægni á fullri rafhlöðu eru 50 km.  Í kulda gæti ég trúað að það sé eitthvað styttra (u.þ.b. 30 km mundi ég halda). 

Þegar komið er í miklar torfærur þá kemur lága drifið sér vel og þegar það er komið á er hægt að læsa hjólum og setja „rock-stillinguna“ á.

Hann kom vel út á grófum grjótslóðanum.

Bara plúsar, fann engan mínus

Oft hef ég talið upp plúsa og síðan mínusa, nú ber svo við að ég fann ekki neina mínusa á þessum tæpu 70 km sem ég ók bílnum. 

Það sem ég var hrifnastur af voru þessar sex stillingar á skiptingunni fyrir mismunandi aðstæður og hrifnastur var ég af virkni á snjóstillingunni. 

Ljósin kvikna allan hringinn, hitinn í stýrinu, bíllinn fljótur að hitna, öll sætin eru þægileg í að sitja, 230 W tengill fyrir lítil rafmagnstæki er í bílnum.

Öryggisbúnaðurinn er mikill. Akreinalesari, blindhornsvörn, árekstravari, hraðastillir, bílastæðaaðstoð (leggur sjálfur í stæði) og margt fleira.

Alvöru varadekk.

Ég vil banna varadekkslausa bíla, en þessi bíll er með fullbúið varadekk (man ekki eftir rafmagns/bensínbíl sem ég hef prófað og var með fullbúið varadekk). 

Ef eitthvað væri til að gefa mínus þá er það verðið á bílnum, en ódýrasti Jeep Compass Limited bíllinn er á 5.999.000. Bíllinn sem ég prófaði kostar 6.499.000, en í honum er svo mikið af góðum búnaði að það er ósanngjarnt af mér að kvarta undan verðinu og fyrir vikið sem sagt, enginn mínus. 

Þetta verð miðast við forsöluverð, en vegna veikingar á gengi og hækkunar á VSK um áramótin næstu verður einhver hækkun frá þessu verði. Vilji einhver fræðast meira um bílinn þá má finna meiri upplýsingar um Jeep á vefsíðunni www.jeep.is.

Helstu mál og upplýsingar:

Þyngd

1.770 kg

Hæð

1.640 mm

Breidd

1.870 mm

Lengd

4.400 mm

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...