Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kenía er mesta mjólkurframleiðsluland Afríku
Á faglegum nótum 13. mars 2019

Kenía er mesta mjólkurframleiðsluland Afríku

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Samkvæmt upplýsingum af vef Food Business Afrika, er Kenía öflugasta og þróaðasta mjólkurframleiðsluland Afríku. Áætluð ársframleiðsla á mjólk er um 5 milljarðar lítra. 
 
Mjólkuriðnaðurinn er mikilvægur hlekkur í efnahagskerfi landsins og sömuleiðis hvað varðar framleiðslu á næringu fyrir landsmenn. Kenía hefur þá sérstöðu meðal Afríkuríkja að vera sjálfu sér nægt um mjólkurframleiðslu og selur auk þess talsvert af mjólkurvörum úr landi. 
 
Mjólkuriðnaðurinn í landinu stendur fyrir um 14% af vergri landbúnaðarframleiðslu og um 6–8% af vergri landsframleiðslu. Samkvæmt tölum USAID hjálparsamtakanna standa kúabændur beint undir launum um einnar milljónar manna í sveitunum, auk starfa um 500 þúsund landbúnaðarverkamanna og 750.000 afleiddum störfum sem framleiðslunni tengist. 
 
Kenískir kúabændur hafa þurft að takast á við margvíslegar áskoranir á liðnum árum fyrir utan þann vanda sem náttúran býður upp á. Hefur ríkisstjórn landsins m.a. haft uppi áætlanir um að sækja aukna skatta í vasa kúabænda með álagningu virðisaukaskatts. Hefur það vakið litla hrifningu meðal bænda. 
 
Keníabúar neyta mest af mjólkurvörum af öllum íbúum svonefndra þróunarlanda. Samkvæmt könnunum USAID eru Keníabúar almenn mjög jákvæðir gagnvart neyslu á mjólkurvörum. Er þessi staðreynd talin gefa mönnum tilefni til bjartsýni um að mjólkuriðnaðurinn eigi mikla möguleika til frekari þróunar í landinu.  
 
Um ein milljón fjárfesta eiga í Kenía stærstu mjólkurkúahjörð Afríku og er þær mjólkurkýr fleiri en allar mjólkurkýr í Suður-Afríku. Eru þær um 3,5 milljónir talsins. Veltir mjólkuriðnaðurinn í landinu um 2 milljörðum dollara samkvæmt gögnum USAID.
 
Auk mjólkurkúnna eru sagðir vera um 9 milljón zebus nautgripir í landinu, 12 milljón geitur og 900.000 kameldýr. Nautgripir standa fyrir um 88% af mjólkurframleiðslu Kenía en afgangurinn skiptist á kameldýr og geitur. 
„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...