Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
KIA e-Soul Style.
KIA e-Soul Style.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 17. apríl 2020

KIA e-Soul Style rafmagnsbíll með 7 ára ábyrgð

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson - liklegur@internet.is

Kunningi minn hafði samband við mig og  spurði hvort ég væri búinn að prófa nýja KIA e-Soul rafmagnsbílinn. Ég svaraði því til að mér hefði alltaf fundist hann svo ljótur og að það hefði verið aðalástæðan að ég hefði aldrei prófað KIA Soul. Hann svaraði að bragði að ég skyldi prófa bílinn þó að mér líki ekki útlitið og hann væri viss um að álit mitt myndi breytast eftir prufuaksturinn.

Ég fékk bílinn hjá Öskju í nýja KIA húsinu um síðustu helgi til prufuaksturs. 

Hörkukraftur og snerpa frábær

KIA e-Soul Style gengur eingöngu fyrir rafmagni, er með 204 hestafla vél sem á að skila bílnum 452 km við bestu aðstæður. Rafhlaðan er 64 kWh og er bíllinn sjálfskiptur með drif á framhjólunum. Kraftinum er hægt að stýra, eco eyðir minnstu rafmagni, normal þá er bíllinn sprækur og lipur í akstri og svo er það sport sem er næstum of mikill kraftur.

Snerpan er mjög góð (gefin upp að nái 100 km hraða á 7,9 sek.). Hægt er að fá KIA e-Soul Style í 14 mismunandi litasamsetningum. Eins og alla aðra bíla sem ég prófa þá mæli ég hávaðann inni í bílnum á sama vegi og á sama hraða, en mælingin á þessum bíl var 71,5 db.

Prufuaksturinn kom heldur betur á óvart

Ég er vanur að keyra prufubíla að lágmarki 100 km, en sökum tímaskorts ók ég þessum bíl ekki nema 78,5 km, en mín eyðsla af rafmagni á þessum kílómetrum var sem samsvarar 115 km akstri (þegar ég byrjaði aksturinn sagði mælaborðið að ég kæmist 323 km, en þegar ég skilaði bílnum var sú tala komin í 208 km, en ég var með hita á stýrinu, miðstöðina í botni, ljósin kveikt og sí og æ að prófa snerpuna í bílnum sem er líklegasta ástæðan fyrir mikilli rafmagnseyðslu).

Í bílnum er akreinalesari sem virkar mjög vel, svo vel að þegar ég ók Bláfjallaveginn sleppti ég stýrinu og lét akreinalesarann stýra sem tókst ágætlega fyrir utan að mér leið ekki vel að treysta þessari tækni.

Mesta undrun mín var þegar ég ók malarveginn með Hafravatni sem er einstaklega holóttur, en þessi bíll er einfaldlega með frábæra fjöðrun sem hreinlega át holurnar og bíllinn haggaðist ekki þarna á drullugum og holóttum veginum. Að loknum drulluakstrinum furðaði ég mig á því hversu bíllinn sóðaði sjálfan sig lítið út þarna á drullugum malarveginum.

Sætin góð en sérstaklega var ég hrifinn af höfuðpúðanum.

Hlaðin öryggisbúnaði, en samt ódýr

KIA e-Soul Style kostar 5.690.777 og er með 7 ára ábyrgð (eins og allir aðrir KIA bílar). Í bílnum er mikið af öryggisbúnaði s.s. FCA árekstrarvari, blindhornsvari, fjarlægðarskynjarar framan og aftan. Hljómgæði í útvarpi góð, GPS leiðsögukerfi, þráðlaus hleðsla fyrir síma, 10,25 tommu upplýsingaskjár, hiti í stýri, framsætum og aftursætum (fannst mjög gott að sitja bæði aftur í bílnum og fram í).

Ekkert varadekk en rafmagnspumpa og vökvi í staðinn.

Ókostir eru ekki margir, ekkert varadekk, ekki má setja á bílinn dráttarkúlu til að draga kerru, en ég verð að endurskoða hug minn til KIA Soul eftir þennan prufuakstur, allavega var allt við bílinn í andstöðu við hug minn út frá útlitinu. Einfaldlega frábær bíll sem gott er að keyra jafnt á malbiki og á malarvegi.

Helstu mál og upplýsingar:

Lengd 4.195 mm
Hæð 1.605 mm
Breidd 1.800 mm

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...