Víðförlir hnúfubakar
Fyrir skömmu sást til hnúfubaks í Faxaflóa. Vegna alþjóðlegs samstarf um skráningu hnúfubaka var hægt að sjá að sami hvalur hafði verið myndaður við Grænhöfðaeyjar, aðeins þremur mánuðum áður en hann var myndaður í Faxaflóa.
Greining hnúfubaksins sýnir svo ekki verður um villst hversu nauðsynlegt samstarf er þegar far dýra er rannsakað og sýnir að hnúfubakar ferðast langar vegalengdir enda eru 5.400 kílómetrar á milli staðanna þar sem myndirnar voru teknar.
Staðsetning Grænhöfðaeyja.
Í tilkynningu á vef Haf- rannsóknastofnunar segir að Hnúfubakar í Atlantshafi eyði yfirleitt sumrum sínum á fæðuslóð í norðri, til dæmis við strendur Íslands og Noregs, en að á veturna haldi þeir sig við miðbaug, frá Karíbahafi til Grænhöfðaeyja. Áður hefur Hafrannsóknastofnun fjallað um hnúfubak sem sást í Cape Samana við Dóminíska lýðveldið í Karíbahafi í janúar 2020 en hafði áður verið ljósmyndaður og skráðurvið Ísland. Íslenska hnúfubakaskráin ISMN (IS Megaptera Novaeangliae Catalog), sem er að finna á Hafrannsóknastofnun, geymir skráningar á yfir 1.500 hnúfubökum frá 1980 til dagsins í dag. Þeim hefur verið safnað í leiðöngrum Hafrannsóknastofnunar og af ýmsum samstarfsaðilum sem sent hafa inn myndir af hnúfubökum ásamt upplýsingum um staðsetningu.