Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Jón Kolbeinn Jónsson dýralæknir sér um blóðtökur á nokkrum bæjum á landinu í ár.
Jón Kolbeinn Jónsson dýralæknir sér um blóðtökur á nokkrum bæjum á landinu í ár.
Mynd / ghp
Fréttaskýring 29. ágúst 2022

Merarnar almennt rólegar frá upphafi til loka meðhöndlunar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Jón Kolbeinn Jónsson dýralæknir sér um blóðtökur á nokkrum stöðum á landinu. Þetta er hans fyrsta ár í verkefninu en hann hefur komið að eftirliti með blóðtökum á undanförnum árum þegar hann gegndi starfi héraðsdýralæknis.

Honum finnst ekki athugavert að það sé tekið blóð úr hryssum eins og hann framkvæmir blóðtökuna. Almennt séu hryssurnar rólegar frá upphafi til loka meðhöndlunarinnar og þær sýni ekki einkenni þjökunar eða hjálparleysis. Hans faglega mat er að merarnar séu ekki undir miklu álagi við meðhöndlunina.

„Það kemur fyrir að einstaka hryssur séu stressaðar og þá eru þær undir álagi, en gegnum gangandi þá er það ekki tilfellið. Mikilvægt er að venja þær við aðstæðurnar.

Ef hryssa er stressuð er brugðist við, þær róaðar niður og gefinn tími til að venjast aðstæðunum og stundum er hætt við blóðtöku. Sumar hryssur henta einfaldlega ekki í blóðtöku. Það er eins og með reiðhross, sumum þeirra er ekki ætlað að vera tamin til reiðar.“

Almennt telur hann að líf og tilvera blóðmera sé ekki verri en reiðhesta. „Það þarf ekki annað en að horfa á kynbótasýningar til að sjá að það líður ekki öllum hrossum vel þar. Þar gildir einmitt líka að bregðast við og minnka stressfaktorana og venja þau við aðstæður.“

Flestum þykir óþægilegt að sjá blóð og því kemur það Jóni Kolbeini ekki á óvart að myndefni með starfseminni gæti vakið óhug. „Óvægin umræða getur fylgt svona álitamálum og það er bara þannig að þegar blóð er annars vegar þá er það alltaf vont myndefni. Ég hef haft það markmið í störfum mínum sem dýralæknir að hafa velferð dýranna alltaf að leiðarljósi. Í dag er raunin sú að íslenski hesturinn er upp á manninn kominn.

Ég tel að við þurfum að horfa á hestamennsku á heildstæðari hátt og bera saman mismunandi aðstæður sem hross á Íslandi búa við. Hryssur í blóðtöku hafa möguleika á að lifa og upplifa en þurfa að borga það með blóðtöku í mesta lagi átta sinnum á ári. Það er minna en margur reiðhesturinn.“

Jarðvegsauðlind Íslands
Fréttaskýring 11. desember 2024

Jarðvegsauðlind Íslands

Jarðvegur er ein mikilvægasta náttúruauðlind jarðar sem trauðla er hægt að endur...

Helsta ógn við lýðheilsu í dag
Fréttaskýring 29. október 2024

Helsta ógn við lýðheilsu í dag

Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum fyrir fólk en Norðurlandaþjóðirnar en ...

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð
Fréttaskýring 27. september 2024

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð

Unnið er að veglagningu í Hornafirði, styttingu hringvegarins um Hornafjarðarflj...

Betur má ef duga skal
Fréttaskýring 13. september 2024

Betur má ef duga skal

Tæp 2.000 tonn af heyrúlluplasti skiluðu sér í endurvinnslu árið 2023. Enn eru u...

Vindmyllur þyrla upp moldviðri
Fréttaskýring 30. ágúst 2024

Vindmyllur þyrla upp moldviðri

Nú stefnir allt í að fyrsta vindorkuver Íslands rísi á næstu tveimur árum. Lands...

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði
Fréttaskýring 16. ágúst 2024

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði

Skortur á koltvísýringi og óöryggi við afhendingu hans hefur hamlandi áhrif á yl...

Orsakir kals og möguleg viðbrögð
Fréttaskýring 5. júlí 2024

Orsakir kals og möguleg viðbrögð

Talsverðar kalskemmdir eru á Norðurlandi í ár og virðist tjónið vera útbreiddast...

Vanefndir stjórnvalda
Fréttaskýring 21. júní 2024

Vanefndir stjórnvalda

Nýlega bárust fréttir af nípuræktun í Þurranesi í Dölum og á síðasta ári var sag...