Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Staurastæður brotnuðu viða á Norðurlandi í óveðrinu í desember.
Staurastæður brotnuðu viða á Norðurlandi í óveðrinu í desember.
Mynd / RARIK
Fréttir 14. janúar 2020

Dreifikerfi raforku á Norðurlandi ekki á vetur setjandi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Í nýliðnu óveðri kom augljóslega í ljós að núverandi dreifikerfi raforku á Norðurlandi er ekki á vetur setjandi. Sú staðreynd hefur reyndar lengi legið fyrir enda skort verulega á að eðlilegu viðhaldi á dreifikerfinu væri sinnt,“ segir í ályktun sem Framsýn, stéttarfélag hefur sent frá sér. Þar er lýst yfir megnri óánægju með aðgerðarleysi hins opinbera í raforkumálum.
 
„Það er ólíðandi með öllu að fólk þurfi að búa við fjarskipta- og rafmagnsleysi sólarhringum saman árið 2019, svo ekki sé talað um atvinnulífið sem treysta þarf á örugga raforku,“ segir enn fremur í ályktun Framsýnar. 
 
Rafmagnsstaurar brotnuðu eins og tannstönglar
 
Eins segir að tjón vegna rafmagnsleysis sé verulegt, það hlaupi á milljörðum króna. „Án efa hefði verið hægt að draga verulega úr tjóni af völdum óveðursins hefði eðlilegri innviðauppbyggingu verið sinnt í gegnum tíðina í stað þess að láta það sitja á hakanum. Vissulega er það athyglisvert að rafmagnsstaurar hafi brotnað eins og tannstönglar í óveðrinu, það hlýtur að segja töluvert um ástand þeirra.“
 
Fjárfesting sem skilar sér
 
Framsýn segir að stjórnvöld verði að bregðast við þessum alvarlega vanda í samráði við raforkufyrirtækin og íbúa þeirra sveitarfélaga sem búa við þessar óboðlegu aðstæður. Þá krefst Framsýn þess að ráðist verði í lagfæringar á dreifikerfinu þegar í stað svo aðstæður sem þessar endurtaki sig ekki. „Nú þegar ákveðin efnahagslægð er í þjóðfélaginu er fátt betra en að ráðast í uppbyggingu á raforkukerfinu á landsbyggðinni, það er fjárfesting sem skilar sér beint aftur til þjóðarbúsins.“
 
Loks þakkar Framsýn þeim fjölmörgu starfsmönnum sem unnu við að koma rafmagni í lag fyrir ómetanleg störf, oft við hættulegar aðstæður. „Það sama á við um þá björgunarsveitarmenn sem stóðu vaktina í óveðrinu. Þeim verður seint þakkað að fullu fyrir þeirra frábæra starf í þágu samfélagsins.“ 
 
Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...