Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Flugið í ESB-löndum 2018 samsvarar því að hver einasti íbúi hafi farið í tvær flugferðir
Fréttir 8. janúar 2020

Flugið í ESB-löndum 2018 samsvarar því að hver einasti íbúi hafi farið í tvær flugferðir

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Þrátt fyrir allt tal og kröfur um nauðsyn þess að berjast gegn losun gróðurhúsalofttegunda og mikinn fjölda alls konar ráðstefna og funda þar sem þau mál ber á góma, þá fer flugfarþegum í löndum Evrópusambandsins ört fjölgandi. Á árinu 2018 samsvaraði farþegafjöldinn í ESB-löndum því að hver einasti íbúi Evrópusambandsins hafi farið í tvær flugferðir það ár og rúmlega það.
 
Árið 2010 voru flugfarþegar í löndum Evrópusambandsins 776 milljónir samkvæmt tölum Eurostat, en fóru yfir milljarð árið 2017. Á árinu 2018 fjölgaði þeim enn og voru þá 1.106 milljónir talsins en íbúarnir um 513 milljónir. Nam fjölgun farþega um 6% frá 2017 og hefur flugfarþegum í ESB-löndunum fjölgað frá 2010 um 43%. Af heildar farþegafjöldanum voru 46% að fljúga milli flugvalla í ESB-löndunum og 37% til og frá öðrum löndum í Evrópu. Um 16% farþeganna var að fljúga til og frá öðrum heimsálfum, eða rétt rúmlega sjötti hver farþegi.
 
Yfir 10 milljónir flugfarþega á Íslandi og langmesta fjölgunin innan Evrópu
 
Í gögnum Eurostat kemur líka fram að um þrjá millilandaflugvelli á Íslandi, þ.e. Keflavík, Akureyri og Reykjavík, hafi farið 10.166.000 farþegar 2018 sem var 22,3% aukning frá 2017. Það var jafnframt langmesta aukning farþega í löndum innan Evrópu, en af þessum fjölda voru rúmlega 9,8 milljónir í flugi milli landa.  
 
Langflestir fara um Heathrow-flugvöll í London
 
Annasamasti flugvöllur Evrópu er Heathrow í London en um hann fóru 80 milljónir farþega á síðasta ári. Þar var aukningin 3% frá 2017 til 2018, en um 48 milljónir af þessum farþegum flugu á leiðum innan Evrópu. Næst kom Charles de Gaulle-flugvöllur í París með 72 milljónir farþega og 4% aukningu, þá Schiphol-flugvöllur í Amsterdam í Hollandi með 71 milljón farþega og 4% aukningu, Frankfurt Main-flugvöllurinn í þýskalandi var þá með 69 milljónir farþega og 8% aukningu og í fimmta sæti var Barajes-flugvöllur í Madrid á Spáni með 56 milljónir farþega og 9% aukningu á milli ára.
 
Næst þar á eftir kom El Prat-flugvöllur í Barselóna á Spáni með 50 milljónir farþega og 6% aukningu á milli ára. Því næst flugvöllurinn í München með 46 milljónir fraþega og 4% aukningu. Þá kom Gatwick í London með 46 milljónir farþega og 1% aukningu. Síðan Liumicino flugvöllur í Róm með 43 milljónir farþega og 5% aukningu. Í tíunda sæti var svo Orly-flugvöllur í París með 33 milljónir farþega og aukningu á milli ára upp á 3%.
 
Miðað við þetta kemur ekki á óvart að Bretland var með flesta flugfarþega á síðasta ári, eða um 272 milljónir. Næst kom Þýskaland með 222 milljónir, Spánn var með 221 milljón, Frakkland með 162 milljónir og Ítalía var í fimmta sæti með 153 milljónir flugfarþega. 
 
Af 30 umferðarmestu flugvöllum í ESB-ríkjunum státuðu allir nema flugvöllurinn í Hamborg og Düsseldorf af aukningu flugfarþega á milli áranna 2017 til 2018. Í Hamborg fækkaði um 2% og um 1% í Düsseldorf. 
 
 
Mesta fjölgun flugfarþega innan ESB var í Búdapest
 
Mesta fjölgun flugfarþega í ESB-löndum milli ára var um Liszt Ferenc flugvöll í Búdapest í Ungverjalandi, en þar fjölgaði farþegum um 14%. Þá fjölgaði farþegum á Chopina-flugvelli í Varsjá í Póllandi um 13%. Á flugvöllunum  Eleftherios Venizelos í Aþenu í Grikklandi,  Schwechat-flugvelli í Vín í Austurríki og á Vantaa-flugvelli í Helskinki í Finnlandi fjölgaði farþegum um 11% á síðasta ári. Þá fjölgaði farþegum um 10% á Malpensa-flugvelli í Mílanó á Ítalíu. Eins fjölgaði um 9% á Ruzyne-flugvelli í Prag í Tékklandi, Lisboa-flugvelli í Lisabon í Portúgal og á Barajas-flugvelli í Madrid á Spáni.
Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...

Sólarsellustyrkir
Fréttir 22. júlí 2024

Sólarsellustyrkir

Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um sólarsellustyrki.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...