Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda og bóndi í Gróðrarstöðinni Ártanga.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda og bóndi í Gróðrarstöðinni Ártanga.
Mynd / smh
Fréttir 1. júlí 2019

Óttast frekari hækkanir á orkukostnaði við innleiðingu orkupakka 3

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda, hefur ítrekað greint frá andstöðu garðyrkjumanna við innleiðingu orkupakka 3. Hann óttast um afdrif greinarinnar verði þetta samþykkt á Alþingi. 
 
Í viðtali í þættinum Í bítið á Bylgjunni 4. júní síðastliðinn benti hann m.a. á að þótt bara sé búið að innleiða orkupakka 1 og 2 þá hafi það þegar leitt til verulega aukins kostnaðar garðyrkjunnar vegna tilskipana ESB um aðskilnað flutnings og framleiðslu á raforku.  Garðyrkjubændur hafi því eðlilega verulegar áhyggjur af afleiðingum þriðja og fjórða orkupakkans. 
 
270–323% kostnaðarhækkun á orkuflutningi milli ára
 
Hann nefndi sem dæmi að í febrúar 2017 hafi ein garðyrkjustöð sem notaði 40–50 þúsund kílówattstundir af raforku verið að greiða 43 þúsund krónur í flutning á orkunni fyrir einn mánuð. Í febrúar 2018 hafi sama garðyrkjustöð verið að greiða um 139 þúsund krónur fyrir sama orkumagn. Hækkunin nemur því um 323%. 
 
Önnur garðyrkjustöð sem væri að nota um 200 til 210 kílówattstundir hafi borgað 162 þúsund krónur í febrúar 2017 en 437 þúsund á mánuði í febrúar 2018. Þetta er nærri 270% hækkun á einu ári. Þá á eftir að reikna verðið fyrir raforkuna sjálfa. 
 
„Við höfum gríðarlegar áhyggjur af þessu. Ég bið menn og konur sem sitja á Alþingi að tryggja það að við förum ekki í einhverja tóma vitleysu í þessu máli,“ sagði Gunnar.
 
Hærra flutningsverð til landsbyggðarnotenda
 
Hann benti líka á þá gríðarlegu mismunun sem felst í staðsetningu orkukaupenda á landinu. Þar væri flutningskostnaður til neytenda í dreifbýli umtalsvert hærri en til íbúa í þéttbýli. Oft eru notendur í dreifbýlinu samt mun nær orkuverunum sem framleiða raforkuna en notendur í þéttbýli. Styrkir sem kæmu á móti væru auk þess í krónutölu þannig að vægi þeirra styrkja minnkaði hratt í takt við hlutfallslega aukningu á notkun. 
 
Orkugjald hækkar um 47%
 
Þá benti hann einnig á að við inn­leiðingu á orkupakka 3 ætti Orku­stofnun að verða sjálfstæðari og væri það þegar að koma fram í því að orkugjald stofnunarinnar hækki um 47%. 
 
„Það talar enginn um þetta.  Nú, hvað á Orkustofnun að gera? Jú, hún á að sinna eftirlitsskyldu og sanngjarnara raforkuverði til neytenda. Ég bíð bara spenntur eftir því að sjá það á reikningnum áður en maður hrópar húrra. [...] Ég velti því fyrir mér, hversu íþyngjandi verður orkupakki þrjú á þessum grunni?“  
 
Hann segir augljóst að svona hækkanir á orkukostnaði hljóti að skila sér út í verðlagningu á framleiðslu garðyrkjubænda. Ef ekki væri svo mikill ákafi opinberra fyrirtækja í að hækka álögur á greinina þá gæti grænmetið verið ódýrara og meira af íslensku grænmeti á markaðnum og meiri fjölbreytni.  Í dag væru íslenskir grænmetisbændur vart að anna nema um 50% markaðshlutdeild. 
 
„Ég er alveg sannfærður um að við sæjum meiri framleiðslu á tómötum. Ég held að við séum ekki að anna nema um 40% af tómatasölunni á Íslandi í dag. Ef við fengjum hagstæðari kjör á raforku og meiri fyrirsjáanleika í verði orkunnar þannig að flutningskostnaður þrefaldist ekki á einu ári, og við hefðum sirka 10 ára framtíðarsýn, þá hefðu menn einhverjar forsendur til að leggjast í fjárfestingar. Meðan staðan er eins og hún er þá leggja menn ekkert í alvöru fjárfestingar í greininni.“
 
Gunnar sagði að sóknarfærin í garðyrkjunni væru gríðarleg, m.a. í framleiðslu á jarðarberjum – ef rétt væri haldið á spöðum. Hann sagðist einnig í samtali við Bændablaðið ekki skilja þá heift sem væri í málinu af hálfu stuðningsfólks innleiðingar orkupakka 3. Gert væri lítið úr fólki sem efaðist, en engin haldbær rök hafi verið lögð fram um af hverju Íslendingar ættu að innleiða þetta.  
Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...