Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Samráðshópurinn ekki tekið afstöðu til afnáms mjólkurkvótakerfis
Fréttir 26. mars 2019

Samráðshópurinn ekki tekið afstöðu til afnáms mjólkurkvótakerfis

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga hefur lagt skilabréf fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um endurskoðun á samningi um starfsskilyrði nautgriparæktar. Samkvæmt erindisbréfi var hópnum ætlað að taka afstöðu til þess hvort afnema skuli kvótakerfi í mjólkurframleiðslu frá og með 1. janúar 2021.
 
Samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga hefur haldið tólf fundi um málefni nautgripa og mjólkurframleiðslu. Hópurinn hefur fundað með fulltrúum frá Landssambandi kúabænda, Mjólkursamsölunni, Örnu, BioBú ehf. og umhverfis- og auðlindaráðuneyti auk þess að kynna sér starfsemi annarra úrvinnsluaðila á mjólkurvörumarkaði.   
 
Fram kemur að framleiðendum í nautgriparækt hefur farið ört fækkandi á síðustu áratugum. Árið 1978 voru þeir um 2.500 talsins og árið 2018 voru þeir 565. Bú eru almennt stærri núna og framleiða meira. Árið 2018 var meðalinnvigtun 269.750 lítrar en um 45.000 lítrar árið 1978. Heildargreiðslumark árið 2018 var 145 milljón lítrar og innvigtun mjólkur 152,4 milljón lítrar. Sala á fitugrunni var 144,8 milljón lítrar, sem var aukning um 0,5%, og sala á próteingrunni var 129,5 milljón lítrar, lækkun um 2,2 % frá árinu 2017.  
 
Afstaða til kvótakerfisins liggur ekki fyrir 
 
Samkvæmt erindisbréfi er hópnum ætlað að taka afstöðu til þess hvort afnema skuli kvótakerfi í mjólkurframleiðslu frá og með 1. janúar 2021. Niðurstaða í atkvæðagreiðslu um framtíð kvótakerfisins í mjólkurframleiðslu í febrúar leiddi í ljós yfirgnæfandi vilja kúabænda til að halda í kvótakerfið. Voru 89,41% því hlynntir. Samkvæmt heimildum Bændablaðsins hefur samráðshópurinn ekki tekið afstöðu til þeirrar niðurstöðu. Hópurinn segir hins vegar í skilabréfi sínu: 
 
„Framleiðslustýring, opinber verðlagning og skráning á framleiðendaverði hafa stuðlað að jafnri stöðu mjólkurframleiðenda um land allt og tilsvarandi byggðafestu. Á sama tíma hefur búum fækkað verulega. Hópurinn telur að horfa verði á þessa þætti í samhengi. Verði einum þeirra raskað hefur hann áhrif á hina. Verði sem dæmi framleiðslustýring afnumin er örðugt að sjá hvernig föst verðlagning gangi til lengri tíma. Afnám framleiðslustýringar gæti því haft áhrif á verð til bænda.“
 
Síðan segir um framhaldið ef haldið verði í kvótakerfið:
„Verði framleiðslustýringu viðhaldið þarf að endurskoða hvernig viðskiptum með greiðslumark skuli háttað og væri æskilegt að takmarka undanþáguheimildir. Í þeim efnum þarf að líta til mikilvægis nýliðunar í stéttinni. Langvarandi lokun á tilfærslu greiðslumarks er til þess fallið að skapa erfiðleika og mögulega hamla framþróun, sem meðal annars getur komið fram við sameiningu búa, búskaparlok vegna aldurs eða veikinda. Núverandi rétthafar eru líklegir til að halda að sér höndum þar sem þeir eru ekki sáttir við núverandi verðlagningu auk þess sem óvissa ríkir um framtíð kerfisins.“
 
Áshersla verði lögð á aukna framleiðni
 
Varðandi landbúnaðinn í heild telur hópurinn rétt að leggja áherslu á rannsóknir og þróun í landbúnaði sem miða að því að auka framleiðni og framleiðsluverðmæti í greininni. Hvatt verði til samstarfs starfandi rannsóknastofnana og háskóla. Áhersla skal lögð á samstarf stjórnvalda og landbúnaðarins um rannsóknir og aðgerðir í loftslags- og umhverfismálum.  Frekar verður fjallað um þessa þætti í skilum hópsins í umfjöllun um landbúnaðarstefnu og rammasamning landbúnaðarins.
 
Frestir verði endurskoðaðir
 
Hópurinn leggur til að frestir við innleiðingu á nýjum aðbúnaðarreglum verði endur­skoðaðir, þannig að framleið­endur hafi eðlilegan tíma til að vinna að bættum aðbúnaði, án þess að slegið sé af kröfum varðandi velferð dýra. Reglurnar kalla á aukinn kostnað og fjárfestingar. Hröð innleiðing á breyttum aðbúnaði er verulega íþyngjandi fyrir framleiðendur. Mörg ágæt fjós eru í rekstri þar sem ábúendur eiga fá ár eftir af sínum búskap.   
 
Fjárstuðningur til að mæta auknum aðbúnaðarkröfum
 
„Mikil umbreyting hefur orðið í aðbúnaði kúa. Almennt má segja að sá aðbúnaður sé góður. Bættur aðbúnaður, framfarir í fóðrun og ræktun kúastofnsins hafa aukið afurðir og þar með framleiðslu. Þá hafa breytingar undanfarinna ára skapað betri vinnuaðstæður bænda og létt þeim erfiðið. Mikilvægt er að fjárfestingarstuðningi sé úthlutað til að mæta þeim kröfum sem gerðar eru um bættan aðbúnað og að fjármunir séu nýttir í þau verkefni sem nauðsynlegt er að ráðast í.
 
Hópurinn leggur eindregið til að við endurskoðun samnings um starfsskilyrði nautgriparæktarinnar verði mögulegt að gera tímabundna uppbyggingarsamninga til að hvetja til fjölbreyttari búskaparhátta og framleiðslu. Horft verði til stofnstyrkja til að auðvelda uppbyggingu og fjárfestingu á því sviði. Þá er rétt að kanna möguleika til að ráðast í átaksverkefni í framleiðslu nautakjöts, svo sem kálfakjötsframleiðslu og framleiðslu á nautakjöti með hjarðeldi,“ segir m.a. í bréfi samráðshópsins. 
 
Sjá skilabréf samráðshópsins í gegnum tengilinn hér að neðan:
 
Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...