Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Franskur Roquefort ostur í framleiðslu.
Franskur Roquefort ostur í framleiðslu.
Fréttir 6. maí 2020

Þúsundir tonna af frönskum ostum eyðileggjast vegna COVID-19

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Vegna COVID-19 faraldursins og lokunar veitingastaða í Frakklandi sitja franskir bændur nú uppi með 5.000 tonn af ostum sem bíða þess eins að rotna og eyðileggjast. Hafa franskir bændur þegar tapað 157 milljónum evra frá því sjúkdómsfaraldurinn hófst.

Bændur í Frakklandi standa fyrir um helmingi af 230.000 tonna ársframleiðslu á ostum í Evrópusambandinu. Um 60% samdráttur hefur orðið í sölu osta í Frakklandi eftir að margvíslegar takmarkanir voru virkjaðar í Frakklandi til að hefta útbreiðslu á smiti vegna COVID-19.  Þar er um að ræða osta allt frá Camenbert til Roquefort að því fram kemur á netsíðu msn.

Michel Lacoste, forseti landsráðs upprunavottana (CNAOL), sem er starfsrækt af framleiðendum 45 ostategunda í Frakklandi, segir að bændur og ostagerðamenn leiti nú allra leiða til að koma í veg fyrir að lúxusostarnir þurfi að eyðileggjast.  Hafa framleiðendur m.a. reynt að stórlækka ostaverð til að koma birgðunum út. Lacoste segir að smáframleiðendur standi sérlega illa að vígi og Frakkland, sem land hinna þúsund osta, sé í hættu.

Ostar og ostagerð hefur lengi verið mönnum hugleiknir í Frakklandi, enda hefur þessi þjóð náð góðum tökum á framleiðslu viðkvæmra hágæða osta. Charles de Gaulle fyrrum Frakklandsforseti spurði eitt sinn í ljósi mikilvægis ostagerðarinnar hvernig nokkur maður ætti að geta stjórnað landi með 258 ostategundum. Þessari spurningu hefur sífellt orðið erfiðara að svara samfara fjölgun ostategunda, auk þess sem kórónavírusinn veldur því nú að ostagerðarmenn hrópa á hjálp. 

Sjúkdómsfaraldurinn hefur leitt til þess að mjólkurframleiðendur í Evrópu hafa orðið að endurhugsa framleiðsluna og leita leiða til að vinna vörur úr mjólkinni sem þola vel geymslu. Þar hafa menn helst horft til framleiðslu á mjólkurdufti og smjöri. Þetta hefur þó sett allt birgðahald og viðskipti með mjólkurvörur úr skorðum.

Vegna pressu frá stjórnum ríkja innan Evrópusambandsins féllst ESB á að greiða frönskum bændum sérstaklega fyrir að geyma 18.000 tonn af osti og taka tímabundið af markaði. Þá hefur ESB einnig fallist á að greiða sérstakar bætur vegna geymslu á smjöri og þurrmjólk. 

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...

Sólarsellustyrkir
Fréttir 22. júlí 2024

Sólarsellustyrkir

Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um sólarsellustyrki.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...