Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sveinn Margeirsson og Oddný Anna Björnsdóttir ræða m.a. um stöðu frumkvöðla í íslenskum landbúnaði í nýjum hlaðvarpsþætti Víða ratað.
Sveinn Margeirsson og Oddný Anna Björnsdóttir ræða m.a. um stöðu frumkvöðla í íslenskum landbúnaði í nýjum hlaðvarpsþætti Víða ratað.
Mynd / TB
Fréttir 27. desember 2019

Víða ratað: Oddný Anna vill að neytendur séu meðvitaðir um hvaðan maturinn kemur

Höfundur: Ritstjórn

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri nýrra Samtaka smáframleiðenda matvæla og bóndi í Gautavík, er viðmælandi Sveins Margeirssonar í öðrum hlaðvarpsþætti Víða ratað.

Oddný Anna er viðskiptafræðingur að mennt og starfaði í áratug hjá stoðtækjafyrirtækinu Össuri, meðal annars úti í Kaliforníu. Hún ákvað að venda sínu kvæði í kross þegar hún flutti aftur til Íslands árið 2010 og einsetti sér að starfa í matvælageiranum og hafa þar áhrif til góðs.

„Ég sá að það var ýmislegt að í matvælageiranum hvað varðar umhverfismálin, dýravelferð og hollustu matvæla. Hvernig maturinn hafði breyst án þess að neytendur, og þar með talið ég, höfðu gert sér grein fyrir því. Ég varð eiginlega svolítið reið og fannst að ég hafði verið blekkt. Ég hafði svo mikið traust til þess sem stóð á matvælum og ég komst að því að það voru vaxandi hreyfingar úti um allt sem voru að stuðla að betra umhverfi og aukinni upplýsingu neytenda. Að gera neytendur meðvitaða um hvaðan maturinn kemur og hvað er í honum og hvaða áhrif það hefur á heilsu, umhverfi og dýravelferð. Ég ákvað að slást í hópinn og svo leiddi eitt af öðru.“


Oddný Anna er nýráðin framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla.

Oddný fór fljótlega að starfa í lífræna- og heilsugeiranum og kom að stofnun Samtaka lífrænna neytenda. Hún starfaði síðan sem framkvæmdastjóri hjá heildsölunni Yggdrasil og síðar sem ráðgjafi hjá Krónunni. Nú er hún bóndi í Gautavík í Berufirði þar sem hún og eiginmaður hennar hafa m.a. gert tilraunir með hamprækt. Að auki sinnir hún ráðgjafarstörfum og fer fyrir starfshópi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um bættar upprunamerkingar matvæla.

Hlaðvarpsþættir Bændablaðsins eru vistaðir eru undir heitinu „Hlaðan“ og eru aðgengilegir á SoundCloud og í helstu streymisveitum, s.s. Spotify, Apple Podcasts, Braker, Pocket Casts, RadioPublic og Google Podcasts.

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...