Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins var opnaður um miðjan mánuð undir merkjum Vonarskarðs ehf.
Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins var opnaður um miðjan mánuð undir merkjum Vonarskarðs ehf.
Mynd / J. Plenio
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að markmiði að auka gagnsæi í raforkuviðskiptum.

Raforkukauphöllin, fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins, var opnuð fyrr í mánuðinum. Sér Vonarskarð ehf. um rekstur hennar sem á sér allnokkurn aðdraganda en fékk leyfi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins til starfsemi skömmu fyrir sl. áramót. Níu aðilar eru í kauphöllinni í byrjun. Orkustofnun hefur eftirlit með því að fyrirtækið fullnægi þeim lagaskilyrðum sem gilda um rekstur raforkumarkaðarins. Framkvæmdastjóri Vonarskarðs er Björgvin Skúli Sigurðsson.

Landsvirkjun er ekki þátttakandi í raforkukauphöllinni að sinni, þrátt fyrir að framleiða um 70% allrar íslenskrar raforku, og segir Landsvirkjun það vera vegna slæmrar vatnsstöðu á hálendinu og verði möguleg þátttaka endurmetin í maí. Önnur orkufyrirtæki landsins eru þátttakendur á markaðnum frá upphafi, að sögn forsvarsmanns Vonarskarðs.

Ekki aðeins eigi raforkukauphöllin að auka gagnsæi heldur jafnframt að einfalda innkaup á rafmagni, sérstaklega fyrir opinber fyrirtæki og stofnanir sem hafi hingað til þurft að bjóða út raforkukaup sín til að uppfylla kröfur laga. Með tilkomu raforkumarkaðarins geti þessir aðilar keypt rafmagn af markaðnum í staðinn.

Segir Vonarskarð raforkukauphöll vera eðlilega þróun á raforkumarkaði og raunar löngu tímabært að Ísland stökkvi á þann vagn. Gegnsærra verði hvert sé verð raforku hverju sinni og áhætta færð milli aðila með skýrari hætti en áður tengt raforkusölu fram í tímann.

Skylt efni: Raforkukauphöll

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...

Snjallsímar bannaðir í grunnskóla
Fréttir 15. nóvember 2024

Snjallsímar bannaðir í grunnskóla

Frá því í haust hefur nemendum Kirkjubæjarskóla verið óheimilt að vera með snjal...

Stórtæk ræktun á Hrym í Búðardal
Fréttir 15. nóvember 2024

Stórtæk ræktun á Hrym í Búðardal

Ræktunarstöð fyrir lerkitegundina Hrym hefur verið stofnsett í Búðardal þar sem ...

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum
Fréttir 14. nóvember 2024

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum

Deild landeldis innan Bændasamtaka Íslands var stofnuð sumarið 2022. Fjögur land...

Bændur læra af hver öðrum
Fréttir 14. nóvember 2024

Bændur læra af hver öðrum

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir stýrð...

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís
Fréttir 14. nóvember 2024

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís

Nýverið bárust tíðindi af því að verið væri að setja inn upplýsingar um feldfé í...