Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Til þess að forðast hungursneyð þarf rússnesk hrávara að rata inn á heimsmarkaðinn. Rússland er einn stærsti framleiðandi matvæla og áburðarefna en útflutningur þaðan hefur stöðvast
Til þess að forðast hungursneyð þarf rússnesk hrávara að rata inn á heimsmarkaðinn. Rússland er einn stærsti framleiðandi matvæla og áburðarefna en útflutningur þaðan hefur stöðvast
Mynd / Sameinuðu þjóðirnar
Fréttir 19. september 2022

Guterres vill rússnesk áburðarefni

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Sameinuðu þjóðirnar vinna að því, ásamt Bandaríkjunum og Evrópusambandinu, að koma rússneskum áburðarefnum og matvælum á heimsmarkað.

„Án áburðar árið 2022 getur orðið fæðuskortur árið 2023. Útflutningur á matvælum og áburði frá Úkraínu og Rússlandi er nauðsynlegur til að róa hrávörumarkaði og lækka verð til neytenda,“ sagði Antonio Guteress, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, í heimsókn til Istanbúl í lok ágúst. Aljazeera greinir frá.

Rússland og Úkraína eru með stærstu framleiðendum heimsins á matvælum og Rússland á áburðarefnum. Úkraínumönnum hefur tekist að flytja út 650.000 tonn af korni í gegnum hafnir sínar við Svartahafið, en dugar það ekki til samkvæmt aðalritaranum.

Viðskiptaþvinganir Vesturlanda á Rússa ná ekki yfir matvæli og áburð, en þrátt fyrir það hefur útflutningur á þessum hrávöruflokkum nær stöðvast. Sameinuðu þjóðirnar eru í samstarfi við Bandaríkin og ESB til þess að losa um hindranir á útflutningi sem snúa m.a. að tryggingum, fjármögnun og skipaflutningum.

Skylt efni: utan úr heimi

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...

Sólarsellustyrkir
Fréttir 22. júlí 2024

Sólarsellustyrkir

Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um sólarsellustyrki.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...