Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Frá afhendingu Sleipnisbikarsins á Landsmóti hestamanna 2022. Ræktendur Sjóðs er Ágúst Sigurðsson, sem heldur á bikarnum og Unnur Óskarsdóttir
er honum við hlið. Alexandra Hoop heldur á myndinni. Teitur Árnason situr Sjóð.
Frá afhendingu Sleipnisbikarsins á Landsmóti hestamanna 2022. Ræktendur Sjóðs er Ágúst Sigurðsson, sem heldur á bikarnum og Unnur Óskarsdóttir er honum við hlið. Alexandra Hoop heldur á myndinni. Teitur Árnason situr Sjóð.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 11. október 2022

„Ekki í mínum villtustu draumum“

Höfundur: Hulda Finnsdóttir

Það ríkti mikil spenna í vor um hver yrði Sleipnisbikarhafinn á Landsmóti. Þegar búið var að reikna út nýtt kynbótamat rétt fyrir Landsmót kom í ljós að tveir hestar voru efstir, jafnir að aðaleinkunn. Það þurfti því að skera úr á aukastöfum en Sleipnisbikarhafinn 2022 var með 124 stig í aðaleinkunn kynbótamats og 53 sýnd afkvæmi er Sjóður frá Kirkjubæ.

Sjóður er undan Sæ frá Bakkakoti og Þyrnirós frá Kirkjubæ sem var undan Hróðri frá Refsstöðum og Andreu frá Kirkjubæ. Ræktandi Sjóðs er Ágúst Sigurðsson, oft kenndur við Kirkjubæ, en eigandi er Alexandra Hoop. Alex er frá Liechtenstein en eftir að íslenski hesturinn fangaði hjarta hennar hefur hún varið miklum tíma hér á landi. Alex eignaðist Sjóð þegar hann var átta vetra gamall.

Örlögin gripu inn í

„Þetta er skemmtileg saga. Á þessum tíma var ég í miklu samstarfi við Guðmund Björgvinsson. Hann átti sæti í íslenska landsliðinu fyrir næsta heimsmeistaramót og var að leita sér að hesti fyrir það verkefni. Ég var að aðstoða hann í því og eftir mikla leit áttuðum við okkur á því að þessi hestur væri beint fyrir framan okkur í hesthúsinu, en það var Sjóður. Það fór svo að við keyptum hann. Þegar kom að heimsmeistaramótinu var erfitt að finna réttan kaupanda og mér fannst of mikil áhætta að fara með hann óseldan út.“

Kannski voru það örlögin sem gripu þar inn í. Þegar farið er yfir sögu Sjóðs spilar Guðmundur þar stóran þátt en hann tamdi og þjálfaði hestinn í mörg ár. Hann kom fyrstur fram á honum í kynbótasýningu þegar Sjóður var fjögurra vetra gamall á Landsmóti á Vindheimamelum 2011 þar sem hann stóð efstur.

Kemur reglulega fram

„Gummi hefur átt stóran þátt í farsælum ferli Sjóðs í gegnum tíðina. Ekki bara þegar hann kom fram fjögurra vetra heldur líka eftir það. Hann sýndi hann á Landsmóti 2012 og 2014 og er alltaf með hann í hópi topp stóðhesta á landinu.

Hann kom fram með hann í keppni og hefur þar alltaf verið í A-úrslitum. Hann á því stóran þátt í velgengni hans og hafði áhrif á það hvað Sjóður hélt vinsældum sínum sem stóðhestur.“

Nú í seinni tíð hefur Teitur Árnason verið með hestinn og komið m.a. fram með hann í A-flokki á Landsmóti 2018 þar sem hann endaði í a úrslitum. Sjóður hefur alltaf verið látinn koma reglulega fram, ef ekki í keppni þá á sýningum og jafnvel með afkvæmum. Hann hefur alltaf haldið vinsældum sem stóðhestur en hann er að fá eitthvað í kringum 40 til 50 merar á hverju ári sem Alexöndru finnst hæfilegur fjöldi hjá hestinum.

Í seinni tíð hefur Teitur Árnason verið með hestinn í þjálfun og kom m.a. fram með hann í A-flokki á Landsmóti hestamanna 2018.

„Ég vona að hann haldi áfram vinsældum sínum. Hann er að skila góðu geðslagi. Þessu geðslagi sem hann sjálfur býr yfir. Þú getur algjörlega stýrt spennustiginu. Ef þú biður hann um afköst þá skilar hann þeim en hann er líka alltaf tilbúinn til að slaka þegar hann er beðinn um það. Virkilega auðfús hestur sem ég myndi treysta fyrir börnum.“

Sjóður mun halda áfram í ræktun hér á landi en Alex segir að hesturinn muni aldrei yfirgefa landið.

Snýst ekki um peninga

„Hann mun vera hjá mér hér á Íslandi. Ég hef fengið nokkur tilboð í hann í gegnum árin en alltaf sagt nei. Nú sé ég ekki alveg tilganginn. Hann er orðinn 15 vetra og mér finnst það ekki sanngjarnt að senda hann út í þennan hita.

Þetta snýst líka ekki um peninga eða sölu, þetta snýst um íslenska arfleifð og að leyfa íslenskum hrossaræktendum að njóta hans. Besta afkvæmið hans er líka á meginlandinu og er fulltrúi hans þar.“Vitnar hún þar í Kveik frá Stangarlæk sem sló í gegn á Landsmótinu í Reykjavík 2018. Hæst dæmdi klárhestur heims með 10 fyrir tölt og samstarfsvilja. Sjóður hefur verið að skila geðprýðishrossum með gott tölt, eða eins og segir í afkvæmaorðum hans: „Sjóður gefur fram falleg hross sem fara vel í reið, þau eru þjál og traust með góðan vilja.“

-En átti Alex von á því að hún myndi standa inni í hringvellinum á Landsmótinu og taka við Sleipnisbikaranum, æðstu viðurkenningu sem veitt er í íslenskri hrossarækt?

„Nei, alls ekki. Ég hefði ekki einu sinni getað ímyndað mér það. Þegar hann hlaut afkvæmaverðlaun í fyrra þá hugsaði ég og jú, það gæti alveg verið möguleiki að hann tæki við Sleipnisbikarnum á Landsmótinu. Það er bara búið að vera frábært að eiga hest eins og hann.

Hann er svo ljúfur og indæll stóðhestur. Allur þessi árangur er bara aukalega við það. Ekki í mínum villtustu draumum hefði ég ímyndað mér þetta.“

Sjóður er nú kominn í frí eftir að hafa verið að sinna hryssum í sumar. Síðan fer hann í þjálfun hjá Teiti og eflaust koma þeir kannski fram á einhverri sýningunni í vetur eða vor. „Það er svo mikilvægt að halda þeim í léttri þjálfun, bara upp á heilsu. Kannski þegar ég er farin að hafa meiri tíma til að ríða út tek ég hann til mín í Dalsholt og hef hann sem reiðhest hjá mér, hann er frábær reiðhestur.”

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...