Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Aðalbláberja- og chillisulta frá Urta Islandica hlaut gullverðlaun.
Aðalbláberja- og chillisulta frá Urta Islandica hlaut gullverðlaun.
Mynd / ghp
Fréttir 16. september 2022

Íslenskt matarhandverk verðlaunað

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Vörur þriggja smáframleiðenda unnu til verðlauna í norrænni matarhandverkskeppni sem haldin var á hátíðinni Terra Madre Nordic í Svíþjóð í síðustu viku.

Aðalbláberja- og chillisulta fjölskyldufyrirtækisins Urta Islandica, birkireyktur silungur frá Búkonunni – matarhandverk og glóaldin kombucha drykkur frá fyrirtækinu Kúbalúbra / Kombucha Iceland voru verðlaunuð í sínum flokkum.

Sjö íslenskir smáframleiðendur skráðu sig til þátttöku í keppninni sem fram fór í Stokkhólmi daganna 1.–3. september. Þetta var í fyrsta sinn sem keppt var í norrænu matarhandverki og var framleiðendum á öllum Norðurlöndum boðið að taka þátt.

Keppt var í ólíkum vöruflokkum s.s. í brauði og bakkelsi, afurðum úr berjum og grænmeti, kjötmeti, fiskmeti, drykkjum og mjólkurvörum.

Skylt efni: Terra Madre Nordic

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...

Snjallsímar bannaðir í grunnskóla
Fréttir 15. nóvember 2024

Snjallsímar bannaðir í grunnskóla

Frá því í haust hefur nemendum Kirkjubæjarskóla verið óheimilt að vera með snjal...

Stórtæk ræktun á Hrym í Búðardal
Fréttir 15. nóvember 2024

Stórtæk ræktun á Hrym í Búðardal

Ræktunarstöð fyrir lerkitegundina Hrym hefur verið stofnsett í Búðardal þar sem ...

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum
Fréttir 14. nóvember 2024

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum

Deild landeldis innan Bændasamtaka Íslands var stofnuð sumarið 2022. Fjögur land...

Bændur læra af hver öðrum
Fréttir 14. nóvember 2024

Bændur læra af hver öðrum

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir stýrð...

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís
Fréttir 14. nóvember 2024

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís

Nýverið bárust tíðindi af því að verið væri að setja inn upplýsingar um feldfé í...