Íslenskt matarhandverk verðlaunað
Vörur þriggja smáframleiðenda unnu til verðlauna í norrænni matarhandverkskeppni sem haldin var á hátíðinni Terra Madre Nordic í Svíþjóð í síðustu viku.
Aðalbláberja- og chillisulta fjölskyldufyrirtækisins Urta Islandica, birkireyktur silungur frá Búkonunni – matarhandverk og glóaldin kombucha drykkur frá fyrirtækinu Kúbalúbra / Kombucha Iceland voru verðlaunuð í sínum flokkum.
Sjö íslenskir smáframleiðendur skráðu sig til þátttöku í keppninni sem fram fór í Stokkhólmi daganna 1.–3. september. Þetta var í fyrsta sinn sem keppt var í norrænu matarhandverki og var framleiðendum á öllum Norðurlöndum boðið að taka þátt.
Keppt var í ólíkum vöruflokkum s.s. í brauði og bakkelsi, afurðum úr berjum og grænmeti, kjötmeti, fiskmeti, drykkjum og mjólkurvörum.