Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Aðalbláberja- og chillisulta frá Urta Islandica hlaut gullverðlaun.
Aðalbláberja- og chillisulta frá Urta Islandica hlaut gullverðlaun.
Mynd / ghp
Fréttir 16. september 2022

Íslenskt matarhandverk verðlaunað

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Vörur þriggja smáframleiðenda unnu til verðlauna í norrænni matarhandverkskeppni sem haldin var á hátíðinni Terra Madre Nordic í Svíþjóð í síðustu viku.

Aðalbláberja- og chillisulta fjölskyldufyrirtækisins Urta Islandica, birkireyktur silungur frá Búkonunni – matarhandverk og glóaldin kombucha drykkur frá fyrirtækinu Kúbalúbra / Kombucha Iceland voru verðlaunuð í sínum flokkum.

Sjö íslenskir smáframleiðendur skráðu sig til þátttöku í keppninni sem fram fór í Stokkhólmi daganna 1.–3. september. Þetta var í fyrsta sinn sem keppt var í norrænu matarhandverki og var framleiðendum á öllum Norðurlöndum boðið að taka þátt.

Keppt var í ólíkum vöruflokkum s.s. í brauði og bakkelsi, afurðum úr berjum og grænmeti, kjötmeti, fiskmeti, drykkjum og mjólkurvörum.

Skylt efni: Terra Madre Nordic

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...

Sólarsellustyrkir
Fréttir 22. júlí 2024

Sólarsellustyrkir

Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um sólarsellustyrki.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...