Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Indland dró úr útflutningi á hveitikorni í vor og hveitimjöli núna í ágúst til þess að tryggja fæðuöryggi innanlands.
Indland dró úr útflutningi á hveitikorni í vor og hveitimjöli núna í ágúst til þess að tryggja fæðuöryggi innanlands.
Mynd / Anurag Guatam
Fréttir 21. september 2022

Indverjar hefta útflutning

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Indland, sem er annar stærsti hveitiframleiðandi í heiminum, setti útflutningshömlur á hveiti í vor.

Í kjölfarið jókst útflutningur á möluðu hveiti um 200% miðað við sama tíma í fyrra. Þetta leiddi til verðhækkana á innanlandsmarkaði. Fyrir skemmstu lokuðu indversk stjórnvöld á útflutning á hveitimjöli.

Þetta gera indversk stjórnvöld til að tryggja fæðuöryggi sinna þegna og sporna við hækkuðu verði á innanlandsmarkaði. Guardian greinir frá. Vonir stóðu til að Indland gæti fyllt það skarð sem varð við lokun hafna við Svartahaf við innrás Rússa í Úkraínu. Uppskerubrestur, verðhækkanir og minnkaðar neyðarbirgðir í korngeymslum urðu til þess að indversk stjórnvöld settu skyndilegar hömlur við útflutningi á hveiti 14. maí síðastliðinn.

Útflutningshömlurnar í vor höfðu tímabundin áhrif til verðlækkunar á hveiti. Útflytjendur nýttu sér fljótlega glufu í reglugerðinni sem bannaði ekki útflutning á möluðu hveiti.

Það leiddi til 20% verðhækkunar í sumar. Indversk stjórnvöld brugðust við í lok ágúst og settu útflutningshöft á malað hveiti.

Fækkun í sölu dráttarvéla milli ára
Fréttir 9. janúar 2025

Fækkun í sölu dráttarvéla milli ára

Á vef Samgöngustofu má sjá að 127 nýjar dísilknúnar dráttarvélar voru nýskráðar ...

Kostir og gallar við erlent kúakyn
Fréttir 9. janúar 2025

Kostir og gallar við erlent kúakyn

Á mánudaginn var haldinn fjarfundur um kosti og galla þess að flytja inn erlent ...

Ekki til setunnar boðið að hrinda verkefnum í framkvæmd
Fréttir 9. janúar 2025

Ekki til setunnar boðið að hrinda verkefnum í framkvæmd

Nýr ráðherra landbúnaðarmála er Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar í...

Svínabændur fá frest til aðlögunar
Fréttir 9. janúar 2025

Svínabændur fá frest til aðlögunar

Svínabændum hefur verið gefinn lengri frestur til aðlögunar að tilteknum skilyrð...

Barbora hlaut umhverfisverðlaun
Fréttir 8. janúar 2025

Barbora hlaut umhverfisverðlaun

Barbora Fialová hlaut umhverfisverðlaun Bláskógabyggðar 2024.

Borið níu kálfum í sex burðum
Fréttir 8. janúar 2025

Borið níu kálfum í sex burðum

Kýrin Þruma á bænum Björgum í Köldukinn í Þingeyjarsveit er ansi mögnuð, en hún ...

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...