Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Indland dró úr útflutningi á hveitikorni í vor og hveitimjöli núna í ágúst til þess að tryggja fæðuöryggi innanlands.
Indland dró úr útflutningi á hveitikorni í vor og hveitimjöli núna í ágúst til þess að tryggja fæðuöryggi innanlands.
Mynd / Anurag Guatam
Fréttir 21. september 2022

Indverjar hefta útflutning

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Indland, sem er annar stærsti hveitiframleiðandi í heiminum, setti útflutningshömlur á hveiti í vor.

Í kjölfarið jókst útflutningur á möluðu hveiti um 200% miðað við sama tíma í fyrra. Þetta leiddi til verðhækkana á innanlandsmarkaði. Fyrir skemmstu lokuðu indversk stjórnvöld á útflutning á hveitimjöli.

Þetta gera indversk stjórnvöld til að tryggja fæðuöryggi sinna þegna og sporna við hækkuðu verði á innanlandsmarkaði. Guardian greinir frá. Vonir stóðu til að Indland gæti fyllt það skarð sem varð við lokun hafna við Svartahaf við innrás Rússa í Úkraínu. Uppskerubrestur, verðhækkanir og minnkaðar neyðarbirgðir í korngeymslum urðu til þess að indversk stjórnvöld settu skyndilegar hömlur við útflutningi á hveiti 14. maí síðastliðinn.

Útflutningshömlurnar í vor höfðu tímabundin áhrif til verðlækkunar á hveiti. Útflytjendur nýttu sér fljótlega glufu í reglugerðinni sem bannaði ekki útflutning á möluðu hveiti.

Það leiddi til 20% verðhækkunar í sumar. Indversk stjórnvöld brugðust við í lok ágúst og settu útflutningshöft á malað hveiti.

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...

Snjallsímar bannaðir í grunnskóla
Fréttir 15. nóvember 2024

Snjallsímar bannaðir í grunnskóla

Frá því í haust hefur nemendum Kirkjubæjarskóla verið óheimilt að vera með snjal...

Stórtæk ræktun á Hrym í Búðardal
Fréttir 15. nóvember 2024

Stórtæk ræktun á Hrym í Búðardal

Ræktunarstöð fyrir lerkitegundina Hrym hefur verið stofnsett í Búðardal þar sem ...

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum
Fréttir 14. nóvember 2024

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum

Deild landeldis innan Bændasamtaka Íslands var stofnuð sumarið 2022. Fjögur land...

Bændur læra af hver öðrum
Fréttir 14. nóvember 2024

Bændur læra af hver öðrum

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir stýrð...

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís
Fréttir 14. nóvember 2024

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís

Nýverið bárust tíðindi af því að verið væri að setja inn upplýsingar um feldfé í...