Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Innflutningur á 1,3 milljónum lítra af jarðefnaeldsneyti hefur sparast
Mynd / MÞÞ
Fréttir 9. september 2022

Innflutningur á 1,3 milljónum lítra af jarðefnaeldsneyti hefur sparast

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Undanfarin átta ár hefur Norðurorka framleitt metangas úr gömlu ruslahaugunum á Glerárdal ofan Akureyrar.

„Við höfum náð hámarki framleiðslugetunnar. Haugurinn stendur ekki undir því vinnslumódeli sem upphaflega var útbúið og það eru ákveðin vonbrigði, en að sama skapi eru við ánægð og stolt með árangurinn sem náðst hefur,“ segir Sunna Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Norðurorku.

Mikill ávinningur hefur um árin verið fyrir umhverfið að fanga hauggasið og framleiða úr því metangas sem nýtt er sem eldsneyti á farartæki.

„Við leitum allra leiða til að tryggja afhendingaröryggi bæði með nýjum búnaði og aukinni framleiðslu, upp að þolmörkum haugsins,“ segir hún.

Samstarf við Sorpu er í undir­ búningi um flutning á metani til Akureyrar til þrautavara, en það mun auka afhendingaröryggi og eykur svigrúm fyrir viðhaldsstopp. „Með þessu komum við einnig til með að geta stýrt betur metangæðunum.“

Aukið álag á sumrin

Akureyrarbær keyrir strætisvagna á metani, ferliþjónustubíla sem og fleiri bíla og vinnuvélar.

Bróðurpartur bílaflota Norðurorku gengur fyrir metani en einkabílar eru um það bil 20% af markaðnum. Sala á metani hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár og er þetta að mestu til komið vegna þess að Akureyrarbær og Norðurorka hafa verið að stækka sinn metanflota. Þetta hefði að sögn Sunnu ekki gerst nema vegna þess að metanið hefur reynst vel sem eldsneytisgjafi. Hún segir að álag aukist umtalsvert yfir sumarið vegna einkabíla ferðafólks sem leggja leið sína í bæinn.

„Við höfum þurft að forgangsraða því metani sem við eigum til að halda uppi almenningssamgöngum og öðrum innviðum, en sem betur fer eru þetta fáir dagar á ári og við gerum okkar besta til að afgreiða alla sem þurfa,“ segir hún.

Hafa bundið 23 þúsund tonn af koltvísýringi

Reynt er af fremsta megni að halda framleiðslumagni og gæðum í hámarki en Sunna segir að gæðin undanfarin ár hafi ekki verið nægi­ leg. „Við hefðum gjarnan viljað sjá betri gæði en leggjum mikið upp úr því að halda okkar viðskiptavinum upplýstum. Minni gæði valda því að styttra er hægt að keyra á metaninu. Metan kostar þó minna en helming af verði jarðefnaeldsneytis og jákvæð umhverfisáhrif eru töluverð, þrátt fyrir lakari gæði.“

Sunna segir að með því að safna saman metani og brenna því sé verið að draga verulega úr skaðlegum gróðurhúsaáhrifum, metan sé 25 sinnum skaðlegri gróðurhúsalofttegund en koltví­ sýringur. Metanverkefni Norðurorku hafi bundið um 23 þúsund tonn af koltvísýringi frá upphafi. „Að auki sparar hver normal rúmmetri af metani sem er nýttur sem eldsneyti innflutning á einum lítra af jarðefnaeldsneyti. Þetta verkefni okkar hefur því sparað innflutning á 1,3 milljónum lítra af jarðefnaeldsneyti.“

Halda vegferðinni áfram

Sunna segir að nú sé beðið eftir skýrslu um hagkvæmni þess að byggja líforkuver í Eyjafirði. Sú skýrsla er væntanleg í september næstkomandi.

„Þegar næstu skref verða ákveðin munum við horfa til niðurstöðu skýrslunnar,“ segir hún. Þegar farið var af stað með verkefnið árið 2014 var gert ráð fyrir að metanframleiðsla við stýrðar aðstæður yrði hafin nú árið 2022.

„Það eru vissulega mjög krefjandi aðstæður að halda þessu opnu þegar við erum komin að þolmörkum haugsins en eftirspurnin heldur áfram að aukast. Við munum þó halda þessari vegferð áfram eins lengi og við getum og þangað til nýjar lausnir verða komnar. Það má segja að við séum svekkt yfir að framleiðslan gangi ekki eins vel og björtustu vonir gerðu ráð fyrir en við erum líka stolt yfir þeim árangri sem við höfum náð.“

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...

Snjallsímar bannaðir í grunnskóla
Fréttir 15. nóvember 2024

Snjallsímar bannaðir í grunnskóla

Frá því í haust hefur nemendum Kirkjubæjarskóla verið óheimilt að vera með snjal...

Stórtæk ræktun á Hrym í Búðardal
Fréttir 15. nóvember 2024

Stórtæk ræktun á Hrym í Búðardal

Ræktunarstöð fyrir lerkitegundina Hrym hefur verið stofnsett í Búðardal þar sem ...

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum
Fréttir 14. nóvember 2024

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum

Deild landeldis innan Bændasamtaka Íslands var stofnuð sumarið 2022. Fjögur land...

Bændur læra af hver öðrum
Fréttir 14. nóvember 2024

Bændur læra af hver öðrum

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir stýrð...

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís
Fréttir 14. nóvember 2024

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís

Nýverið bárust tíðindi af því að verið væri að setja inn upplýsingar um feldfé í...