Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Úr sláturhúsinu á Blönduósi. Mynd / HKr.
Úr sláturhúsinu á Blönduósi. Mynd / HKr.
Fréttir 11. febrúar 2021

Kjarnafæði selur 200 tonn af halalslátruðu lambakjöti til Noregs

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kjarnafæði hefur gert samning við NoriDane Foods A/S um sölu á 100 tonnum af halal-slátruðu lambakjöti til Noregs og líkur eru á sölu á 100 tonnum til viðbótar.

Gunnlaugur Eiðsson, framkvæmda­stjóri hjá Kjarnafæði.

Gunnlaugur Eiðsson, fram­kvæmda­stjóri hjá Kjarnafæði, segir að búið sé að ganga frá sölu á hundrað tonnum af lambakjöti til alþjóðlegra sölusamtaka í Noregi sem heita NoriDane Foods A/S og að vonandi semjist um 100 tonn í viðbót. „Það er enn í vinnslu en ég er bjartsýnn á að salan gangi eftir en um sölu á heilum skrokkum er að ræða.“

Halal-slátrun

„Kjarnafæði er búið að vera í samstarfi við NoriDane, sem er í 50% eigu norsku bændasamtakanna og svo ýmissa einstaklinga. Þeir eru með söluskrifstofur á um 60 stöðum í heiminum og með þeim stærri þegar kemur að verslun með kjöt og kjötafurðir á heimsmarkaði. NoriDane hafa í gegnum árin verið stórir kaupendur hjá okkur af alls konar aukaafurðum.“

Gunnlaugur segir að Kjarnafæði hafi beitt halal-slátrun á Blönduósi til fjölda ára, sem er tilkomið vegna þess að þeir töldu sig vera komna með sölusamning við Írak á sínum tíma. „Við höfum beitt aðferðinni síðan og þessi sala dettur inn á borð til okkar vegna þess að fénu var slátrað með þeirri aðferð og kjötið því viðurkennt sem halal-kjöt.“

Fá betra verð en innanlands

Að sögn Gunnlaugs eru þeir að fá verð sem er yfir verði á innan­landsmarkaði fyrir kjötið. „Okkur er afskaplega illa við að selja kjöt á erlendan markað undir kostnaðarverði og gerum það einfaldlega ekki, þannig að við erum að fá ásættanlegt verð fyrir kjötið.

Salan er mjög heppileg fyrir okkur en sá hængur er á að þetta er bara ein sala og ekkert fast í hendi um framhaldið. Við fengum svipaða sölu fyrir nokkrum árum og stukkum á hana líkt og þessa sölu.

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f