Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kynna áform um stofnun þjóðgarðs  á sunnanverðum Vestfjörðum
Fréttir 19. mars 2021

Kynna áform um stofnun þjóðgarðs á sunnanverðum Vestfjörðum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Umhverfisstofnun, ásamt sam­starfs­­hópi sem vinnur að undirbúningi friðlýsingar, hefur kynnt áform um stofnun þjóðgarðs á sunnanverðum Vest­­fjörð­um. Svæðið nær m.a. til Dynjanda, Geirþjófsfjarðar, Vatns­fjarðar, Surtarbrandsgils og Hrafnseyrar.

Rarik færði íslenska ríkinu að gjöf jörðina Dynjanda haustið 2019 og við undirritun samkomulags vegna þess staðfestu stjórnvöld að stefnt væri að frekari friðlýsingu jarðarinnar og vatnasviðs fossins á Dynjandisheiði.

Undirbúningur hófst 2020

Vinna hófst með Vesturbyggð, Ísafjarðar­bæ og Umhverfisstofnun í ársbyrjun 2020 þar sem fyrirhugað var að vinna að mögulegri stækkun á náttúruvættinu Dynjanda og frið­landinu Vatns­firði sem er í landi Brjáns­lækjar. Fljótlega komu fram hug­myndir um að tengja verndarsvæðin saman í eitt stærra friðlýst svæði vegna náttúru- sögu og menningar­verðmæta, sem eru allt­umlykjandi á þessu svæði. Í kjölfarið var ákveðið að stofna stærri samstarfshóp og bættust fulltrúar forsætis­ráðuneytisins, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Land­græðslusjóðs í hópinn.

Meginmarkmið friðlýsingarinnar er að vernda og varðveita einstakt svæði fyrir komandi kynslóðir. Með friðlýsingunni verður til heildstætt svæði sem hefur að geyma ómetanlegar náttúru- og menningarminjar og sögu, segir á vef Umhverfisstofnunar þar sem greint er frá friðlýsingaráformunum.

Dynjandi var friðlýstur sem náttúruvætti árið 1981. Hann er meðal hæstu fossa landsins, nær 100 metra hár og af mörgum talinn ein fegursta náttúruperla Íslands.

Vatnsfjörður var friðlýstur árið 1975 sem friðland og þar má finna mikla gróðursæld, fjölbreytt dýralíf, jarðhita ásamt menningarminjum.

Surtarbrandsgil var friðlýst sem náttúruvætti 1975 til að vernda einstakar steingerðar leifar gróðurs sem klæddu landið á teríer-tímabilinu.

Geirþjófsfjörður er eyðifjörður á náttúruminjaskrá, þar ríkir mikil gróðursæld og kyrrð. Fjörðurinn er sögusvið Gíslasögu Súrssonar og þar má finna tóftir og rústir tengdri sögunni.

Á Hrafnseyri í Arnarfirði fæddist og ólst upp Jón Sigurðsson, frelsishetja íslensku þjóðarinnar. Á Hrafnseyri er fræðslusetur tileinkað ævi og minningu hans.

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum
Fréttir 14. nóvember 2024

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum

Deild landeldis innan Bændasamtaka Íslands var stofnuð sumarið 2022. Fjögur land...

Bændur læra af hver öðrum
Fréttir 14. nóvember 2024

Bændur læra af hver öðrum

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir stýrð...

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís
Fréttir 14. nóvember 2024

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís

Nýverið bárust tíðindi af því að verið væri að setja inn upplýsingar um feldfé í...

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald
Fréttir 14. nóvember 2024

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald

Friðheimar eru í samstarfi við Báruna, stéttarfélag, að innleiða nýtt merki, Í l...

Nægjusemi í nóvember
Fréttir 13. nóvember 2024

Nægjusemi í nóvember

Landvernd og Grænfánaverkefnið standa fyrir átakinu Nægjusamur nóvember.

Vilja harðfisk á lista UNESCO
Fréttir 13. nóvember 2024

Vilja harðfisk á lista UNESCO

Slow Food Reykjavík vinnur að því að fá vinnsluhefðir tengdar harðfiski og skrei...

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims
Fréttir 13. nóvember 2024

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims

Ragnheiður Björk Halldórsdóttir, iðnaðarverkfræðingur og sjálfbærniráðgjafi, lei...

Skrefagjald innleitt
Fréttir 13. nóvember 2024

Skrefagjald innleitt

Ísafjarðarbær hefur ákveðið að innheimta svokallað skrefagjald vegna sorphirðu.