Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Úkraínski landbúnaðarblaðamaðurinn Iurri Mykhailov
Úkraínski landbúnaðarblaðamaðurinn Iurri Mykhailov
Mynd / VH
Fréttir 21. júlí 2022

Landbúnaður í Úkraínu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Úkraínski landbúnaðarblaða­maðurinn Iurri Mykhailov segir ástandið í heimalandi sínu einkennast af ringulreið og fullkominni óvissu.

Ræktarland í Úkraínu er eitt það besta í heimi og talið að í landinu sé að finna um 30% af allri svartri og bestu ræktunarmold heimsins, um 42 milljónir hektara. Landið er stundum kallað brauðkarfa Evrópu vegna mikillar kornræktar. Ræktun á korni og sólblómum er stórtæk í landinu og flestir akrar á stærðarbilinu tíu þúsund til hundrað þúsund hektarar og umfangið því gríðarlegt.

Mykhailov segir að ef horft sé til áhrifa stríðsins á landbúnað þá sitji þjóðin uppi með rúmlega 20 milljón tonn af korni af uppskeru síðasta árs sem ætluð var til útflutnings. Uppskera korns þessa árs er hafin og búist er við að hún verði yfir meðallagi og einhvers staðar á bilinu 60 til 70 milljón tonn.

„Geymslugeta í landinu er ekki næg til að taka á móti öllu því magni til viðbótar við þau 20 milljón tonn sem fyrir eru. Ástandið er því þannig að Úkraínumenn vita ekki hvað þeir eiga að gera við uppskeruna á meðan ekki er hægt að flytja hana úr landi,“ segir Mykhailov.

Sjá nánar á bls 20 - 21. í Bændablaðinu sem kom út í dag.

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi
Fréttir 10. janúar 2025

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi

Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldsákvarðanir á umráðamenn dýra undanfarna tvo...

Fækkun í sölu dráttarvéla milli ára
Fréttir 9. janúar 2025

Fækkun í sölu dráttarvéla milli ára

Á vef Samgöngustofu má sjá að 127 nýjar dísilknúnar dráttarvélar voru nýskráðar ...

Kostir og gallar við erlent kúakyn
Fréttir 9. janúar 2025

Kostir og gallar við erlent kúakyn

Á mánudaginn var haldinn fjarfundur um kosti og galla þess að flytja inn erlent ...

Ekki til setunnar boðið að hrinda verkefnum í framkvæmd
Fréttir 9. janúar 2025

Ekki til setunnar boðið að hrinda verkefnum í framkvæmd

Nýr ráðherra landbúnaðarmála er Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar í...

Svínabændur fá frest til aðlögunar
Fréttir 9. janúar 2025

Svínabændur fá frest til aðlögunar

Svínabændum hefur verið gefinn lengri frestur til aðlögunar að tilteknum skilyrð...

Barbora hlaut umhverfisverðlaun
Fréttir 8. janúar 2025

Barbora hlaut umhverfisverðlaun

Barbora Fialová hlaut umhverfisverðlaun Bláskógabyggðar 2024.

Borið níu kálfum í sex burðum
Fréttir 8. janúar 2025

Borið níu kálfum í sex burðum

Kýrin Þruma á bænum Björgum í Köldukinn í Þingeyjarsveit er ansi mögnuð, en hún ...

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.