Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Úkraínski landbúnaðarblaðamaðurinn Iurri Mykhailov
Úkraínski landbúnaðarblaðamaðurinn Iurri Mykhailov
Mynd / VH
Fréttir 21. júlí 2022

Landbúnaður í Úkraínu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Úkraínski landbúnaðarblaða­maðurinn Iurri Mykhailov segir ástandið í heimalandi sínu einkennast af ringulreið og fullkominni óvissu.

Ræktarland í Úkraínu er eitt það besta í heimi og talið að í landinu sé að finna um 30% af allri svartri og bestu ræktunarmold heimsins, um 42 milljónir hektara. Landið er stundum kallað brauðkarfa Evrópu vegna mikillar kornræktar. Ræktun á korni og sólblómum er stórtæk í landinu og flestir akrar á stærðarbilinu tíu þúsund til hundrað þúsund hektarar og umfangið því gríðarlegt.

Mykhailov segir að ef horft sé til áhrifa stríðsins á landbúnað þá sitji þjóðin uppi með rúmlega 20 milljón tonn af korni af uppskeru síðasta árs sem ætluð var til útflutnings. Uppskera korns þessa árs er hafin og búist er við að hún verði yfir meðallagi og einhvers staðar á bilinu 60 til 70 milljón tonn.

„Geymslugeta í landinu er ekki næg til að taka á móti öllu því magni til viðbótar við þau 20 milljón tonn sem fyrir eru. Ástandið er því þannig að Úkraínumenn vita ekki hvað þeir eiga að gera við uppskeruna á meðan ekki er hægt að flytja hana úr landi,“ segir Mykhailov.

Sjá nánar á bls 20 - 21. í Bændablaðinu sem kom út í dag.

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...

Sólarsellustyrkir
Fréttir 22. júlí 2024

Sólarsellustyrkir

Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um sólarsellustyrki.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...