Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Í kjölfar stefnu forseta Brasilíu hefur skógareyðing í landinu ekki verið meiri í tólf ár.
Í kjölfar stefnu forseta Brasilíu hefur skógareyðing í landinu ekki verið meiri í tólf ár.
Fréttir 27. júlí 2021

Losa mun meiri koltvísýring en þeir binda

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýlegar rannsóknir benda til að regnskógar Amason losi rúmlega milljarði tonna meira af koltvísýringi á ári en þeir binda. Vísindamenn segja niðurstöðu útreikninganna ógnvekjandi.

Í fyrsta sinn frá því að farið var að áætla bindingu og losum koltvísýrings í regnskógum Amason sýna útreikningar að skógarnir losa meiri koltvísýring en þeir binda. Helsta ástæða aukinnar losunar er sögð vera ólögleg skógareyðing með bruna til að ryðja land til ræktunar á soja og nautgripaeldis.

Auk þess sem hækkun lofthita vegna loftslagsbreytinga hefur leitt til þurrka í suðausturhluta skóganna og í kjölfarið minni koltvísýringsbindingar á því svæði.

Verulegt áhyggjuefni

Regnskógar Amason hafa frá upphafi bundið um 25% af koltvísýringslosun í heiminum og því verulegt áhyggjuefni að skógarnir séu farnir að losa koltvísýring í stað þess að binda hann.

Vegna þessa, að sögn vísindamanna sem unnu rannsóknina, er enn mikilvægara en áður að draga úr losun efna sem auka á hlýnun jarðar. Niðurstaðan er tilkomin vegna loftsýna sem tekin hafa verið með flugvélum í um 4,5 kílómetra hæð yfir skógunum á rúmum áratug. Auk þess sem gervitunglamyndir hafa verið notaðar til að áætla minnkun á skógunum.

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur undanfarið verið réttilega harðlega gagnrýndur fyrir að hvetja til skógareyðingar í landinu til að auka viðarframleiðslu, sojarækt og nautgripaeldi. Í kjölfar stefnu forsetans hefur skógareyðing í Brasilíu ekki verið meiri í tólf ár.

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum
Fréttir 14. nóvember 2024

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum

Deild landeldis innan Bændasamtaka Íslands var stofnuð sumarið 2022. Fjögur land...

Bændur læra af hver öðrum
Fréttir 14. nóvember 2024

Bændur læra af hver öðrum

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir stýrð...

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís
Fréttir 14. nóvember 2024

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís

Nýverið bárust tíðindi af því að verið væri að setja inn upplýsingar um feldfé í...

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald
Fréttir 14. nóvember 2024

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald

Friðheimar eru í samstarfi við Báruna, stéttarfélag, að innleiða nýtt merki, Í l...

Nægjusemi í nóvember
Fréttir 13. nóvember 2024

Nægjusemi í nóvember

Landvernd og Grænfánaverkefnið standa fyrir átakinu Nægjusamur nóvember.

Vilja harðfisk á lista UNESCO
Fréttir 13. nóvember 2024

Vilja harðfisk á lista UNESCO

Slow Food Reykjavík vinnur að því að fá vinnsluhefðir tengdar harðfiski og skrei...

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims
Fréttir 13. nóvember 2024

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims

Ragnheiður Björk Halldórsdóttir, iðnaðarverkfræðingur og sjálfbærniráðgjafi, lei...

Skrefagjald innleitt
Fréttir 13. nóvember 2024

Skrefagjald innleitt

Ísafjarðarbær hefur ákveðið að innheimta svokallað skrefagjald vegna sorphirðu.