Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Í kjölfar stefnu forseta Brasilíu hefur skógareyðing í landinu ekki verið meiri í tólf ár.
Í kjölfar stefnu forseta Brasilíu hefur skógareyðing í landinu ekki verið meiri í tólf ár.
Fréttir 27. júlí 2021

Losa mun meiri koltvísýring en þeir binda

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýlegar rannsóknir benda til að regnskógar Amason losi rúmlega milljarði tonna meira af koltvísýringi á ári en þeir binda. Vísindamenn segja niðurstöðu útreikninganna ógnvekjandi.

Í fyrsta sinn frá því að farið var að áætla bindingu og losum koltvísýrings í regnskógum Amason sýna útreikningar að skógarnir losa meiri koltvísýring en þeir binda. Helsta ástæða aukinnar losunar er sögð vera ólögleg skógareyðing með bruna til að ryðja land til ræktunar á soja og nautgripaeldis.

Auk þess sem hækkun lofthita vegna loftslagsbreytinga hefur leitt til þurrka í suðausturhluta skóganna og í kjölfarið minni koltvísýringsbindingar á því svæði.

Verulegt áhyggjuefni

Regnskógar Amason hafa frá upphafi bundið um 25% af koltvísýringslosun í heiminum og því verulegt áhyggjuefni að skógarnir séu farnir að losa koltvísýring í stað þess að binda hann.

Vegna þessa, að sögn vísindamanna sem unnu rannsóknina, er enn mikilvægara en áður að draga úr losun efna sem auka á hlýnun jarðar. Niðurstaðan er tilkomin vegna loftsýna sem tekin hafa verið með flugvélum í um 4,5 kílómetra hæð yfir skógunum á rúmum áratug. Auk þess sem gervitunglamyndir hafa verið notaðar til að áætla minnkun á skógunum.

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur undanfarið verið réttilega harðlega gagnrýndur fyrir að hvetja til skógareyðingar í landinu til að auka viðarframleiðslu, sojarækt og nautgripaeldi. Í kjölfar stefnu forsetans hefur skógareyðing í Brasilíu ekki verið meiri í tólf ár.

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...

Sólarsellustyrkir
Fréttir 22. júlí 2024

Sólarsellustyrkir

Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um sólarsellustyrki.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.